Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Engar spurningar. Allt til helminga,
drengur minn. Jöfn skipti. Ef...
„Ef ég hjálpa þér að smygla henni
úrlandi,” sagði ég.
Hann hló. Augu hans hvörfluðu
af mínu andliti yfír á hennar.
,,Það er engin önnur leið. Þú veist
að þannig er það. Vita Hassin og
strákarnir um hana? ’ ’
,,Ég held ekki. Ég fór einn hérna
niður. En Hassin getur hafa kíkt
meðan ég sneri baki við honum. ’ ’
Tanner kinkaði kolli skjálfandi.
, ,Ef hann veit það hleypur hann með
það beina leið til lögreglunnar. Við
tökum vörubílinn og förum með
strönd Svartahafsins suður til ísrael.
Þar eru krossgötur gegnum gadda-
vírinn. ’ ’
Við urðum að setja upp talíu til að
ná styttunni upp. Styttan var þung en
ekki eins þung og ég hafði ímyndað
mér að marmari væri. ,,Hvað
heldurðu að sé í henni — gler-
hallur?” spurði ég. „Tókstu eftir
hvað hún glitraði í ljósinu?”
,,Það getur verið að það hafí bara
verið af rakanum,” stundi Tanner.
„Eftir heila eilífð í raka niðri í
þessum kjallara.” Kannski. En
kjallarinn virtist hafa verið jafnþétt
lokaður og grafhýsi Tutankammons.
Bíllinn okkar var úrelt, gamalt
drasl, skjólborðin utan um pallinn
voru há, úr málmi ogopin aðofan.
Stynjandi, bjástrandi og ýtandi
komum við glitrandi styttunni upp á
pallinn. „Ég ætla að keyra,” sagði
Tanner og ýtti mér inn í bílinn.
Úti rigndi, inni lak, bleytan rann
meðfram hurðunum og framrúð-
unni. Bíllinn rann, snerist og sveifl-
aðist til, hjólin skildu eftir för í jörð-
inni. Mér fannst þetta fáránlegt —
þessi skyndihraðferð út í nóttina,
niður fomgan, nafnlausan veg í lemj-
andi rigningu, þessi fárveiki brjálaði
maður sem hélt um óstöðugt stýrið
við hliðina á mér. Lengst í burtu, á
veginum fyrir framan okkur, kom eitt
augaí ljós.
„Þetta er mótorhjól,” sagði ég.
, ,Það er einhver að gefa okkur merki
um að stansa.”
I sama bili skildi ég að Tanner
ætlaði að keyra yfír manninn og
hjólið hans. Ég slæmdi vinstra fæti
mínum ofan á bremsufót hans. „Þú
ert vitlaus! Þú mátt ekki drepa
hann!”
Vörubíllinn rann stjórnlaust, aftur-
hlutinn snerist hálfhring eins og um
möndul. Regnklæddur arabi fetaði
sig skrikandi fótum í áttina til okkar.
Hann var einn af strandgæslu-
lögreglumönnunum og hann hélt á
hríðskotabyssu frá því í seinni heims-
styrjöldinni. I örvæntingu reyndi ég
að komast út til að hitta hann fyrir
aftan bílinn. Kannski var hægt að
múta honum.
„Opnið,” skipaði arabinn.
Pallur vörubílsins hlýtur að hafa
verið líkastur baðkari. Regnvatnið
streymdi alls staðar út. Ég lagði
höndina á lokuna hægra megin og
brosti til hans. „Sjáðu hér,” byrjaði
ég-