Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 51
BÆNASYRPA
49
sárindi eru, einingu þar sem ósam-
staða er, trú þar sem er efi, von þar
sem er örvænting, ljós þar sem er
myrkur, gleði þar sem er hryggð.
Þrjár gjafir
Guð, gefðu mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem ég
get breytt og vit til að greina þar á
milli.
Fyrir sameiningu
kynþáttanna
Guð faðir, þú sem skapað hefur alla
menn í þinni mynd og elskar allt sem
þú hefur skapað, láttu fjölskyldu
okkar ekki skiljast frá þér með því að
byggja múra um þjóðflokka og litar-
hætti. Eins og sonur þinn, frelsari
vor, var fæddur af hebreskri móður
en gladdist yfir trú sýrlenskrar konu
og rómversks hermanns, bauð vel-
komna Grikkina sem ofsóttu hann og
lét afrískan mann bera kross sinn,
kenndu okkur eins að virða alla
kynþætti sem sameiginlega erfingja
að kóngsiíkijesú Krists.
Talið eftir Olive Warner
Bæn íþróttamannsins
Guð, gerðu okkur nógu lítilláta til að
miklast ekki þótt við sigmm. Gefðu
okkur náð til að skella ekki skuldinni
á aðra þótt við töpum.
Fyrir hinn einmana
Ö, Guð kærleikans, þú sem ert allt í
öllu alls staðar, leggðu svölun hugg-
unar í öll einmana hjörtu. Hafðu
meðaumkun með þeim sem em
sneyddir mannlegum kærleika og
þeim sem aldrei hafa kynnst honum.
Vertu þeim sterk huggun og er
dregur að leikslokum gefðu þeim þá
gleði, fyrir sakir nafns Jesú Krists,
sonar þíns, herra vors.
Fyrir leiðsögn
Gefðu okkur náð, almáttugi faðir, að
biðja þannig að bænir okkar verði
heyrðar.
Jane Austen
Aðlokum
Guð, vertu í höfði mínu og skilningi;
Guð, vertu í augum mínum og sjón
minni; Guð, vertu í munni mínum
og í máli mínu; Guð, vertu í hjarta
mínu og hugsunum; Guð, vertu hjá
mér á leiðarenda og við brottför mína.
Sarum Primer