Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 16

Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL skýrir blíðlega fyrir henni að morfínið sé mjög'gagnlegt til þess að draga úr kvölum og hæfilegur skammtur , ,fellir þig ekki um koll’ ’. , ,Hver kemur til með að borga fyrir alla þessa þjónustu?” spyr Karl. „Tryggingar ykkar,” svarar Florence. ,,Þið þurfið þó aldrei að sjá reikning- ana. Við önnumst það allt fyrir ykkur.” Þegar Florence yfirgefur þau eftir einn og hálfan tíma líður Ball-hjón- unum báðum betur og það er eins og þungu fargi hafi verið af þeim létt. Þau vilja þó ekki að rætt verði við drengina. ,,Mig langar til þess að annast um þá sjálfúr og á minn hátt,” segir Karl. Þau vilja að aðrir blandi sér sem minnst í líf þeirra og biðja Florence því að koma ekki nema hálfsmánaðarlega. 24. nóvember 1980 heimsækir Mary Lundberg lækni. Kvalirnar eru stöðugar og eftir að hafa hugleitt það sem Florence sagði um morfínið ákveður hún að reyna það. Lundberg skrifar lyfseðil upp á morfín sem hún á að taka inn á fjögurra klukkustunda fresti. 27. nóvember 1980 koma bróðir Karls og mágkona til þess að dveljast hjá þeim yfir þakkarhátíðina. Skyndi- lega verða kvalirnar Mary óbærilegar. Hún vill ekki eyðileggja ánægjuna fyrir fólkinu og tekur þess vegna morfín, hniprar sig svo saman uppi í sófa í stofunni og reynir að dylja þjáningar sínar. Karl hringir í Florence. Hún hefur samband við Lundberg sem tvöfaldar morfín- skammtinn og skrifar auk þess upp á örvandi lyf. Florence nær í lyfin á legudeild samtakanna. Um það bil klukkustund eftir að Karl hringdi til hennar er hún komin og búin að gefa Mary morfínsprautu. Hálfri klukku- stund síðar eru þjáningarnar liðnar hjá og Florence fer aftur og fólkið heldur áfram að njóta þakkarhátíðar- innar. 11. desember 1980 ræða Lundberg læknir og Mary um hvort rétt sé að hún fái frekari lyfjameðferð. Þau komast að þeirri niðurstöðu að ókost- irnir séu fleiri en kostirnir enda engin von um lækningu úr því sem komið er. Mary segir við Florence: ,,Mig langar ekki til þess að þjást að óþörfu. Mig langar til að nota þann tíma sem ég á eftir til þess að vera með fjöl- skyldunni minni.” Florence segir: ,,Það er þitt og læknisins að taka ákvörðun um þetta en ég styð þig. ’ ’ Fyrirjðlin 1980 fer Mary þrisvar í búðir til þess að kaupa gjafir handa fjölskyldunni. Hún er fljót að þreyt- ast svo Karl ekur henni um verslan- irnar í hjólastól sem Florence hefur útvegað þeim. Hún fer á jólaskemmt- un með Matt í kirkjunni þar sem hann á að koma fram í jólaleikriti og stjórna skreytingunni á jólatrénu. Mary er hress og vill ekki að Florence komií heimsókn. 31. desember 1980 er Mary með hægðateppu. Florence kemur til hjálpar. Að lokum læknast þetta með því að Mary drekkur ávaxtasafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.