Úrval - 01.02.1982, Page 32

Úrval - 01.02.1982, Page 32
30 ÚRVAL Engar spurningar. Allt til helminga, drengur minn. Jöfn skipti. Ef... „Ef ég hjálpa þér að smygla henni úrlandi,” sagði ég. Hann hló. Augu hans hvörfluðu af mínu andliti yfír á hennar. ,,Það er engin önnur leið. Þú veist að þannig er það. Vita Hassin og strákarnir um hana? ’ ’ ,,Ég held ekki. Ég fór einn hérna niður. En Hassin getur hafa kíkt meðan ég sneri baki við honum. ’ ’ Tanner kinkaði kolli skjálfandi. , ,Ef hann veit það hleypur hann með það beina leið til lögreglunnar. Við tökum vörubílinn og förum með strönd Svartahafsins suður til ísrael. Þar eru krossgötur gegnum gadda- vírinn. ’ ’ Við urðum að setja upp talíu til að ná styttunni upp. Styttan var þung en ekki eins þung og ég hafði ímyndað mér að marmari væri. ,,Hvað heldurðu að sé í henni — gler- hallur?” spurði ég. „Tókstu eftir hvað hún glitraði í ljósinu?” ,,Það getur verið að það hafí bara verið af rakanum,” stundi Tanner. „Eftir heila eilífð í raka niðri í þessum kjallara.” Kannski. En kjallarinn virtist hafa verið jafnþétt lokaður og grafhýsi Tutankammons. Bíllinn okkar var úrelt, gamalt drasl, skjólborðin utan um pallinn voru há, úr málmi ogopin aðofan. Stynjandi, bjástrandi og ýtandi komum við glitrandi styttunni upp á pallinn. „Ég ætla að keyra,” sagði Tanner og ýtti mér inn í bílinn. Úti rigndi, inni lak, bleytan rann meðfram hurðunum og framrúð- unni. Bíllinn rann, snerist og sveifl- aðist til, hjólin skildu eftir för í jörð- inni. Mér fannst þetta fáránlegt — þessi skyndihraðferð út í nóttina, niður fomgan, nafnlausan veg í lemj- andi rigningu, þessi fárveiki brjálaði maður sem hélt um óstöðugt stýrið við hliðina á mér. Lengst í burtu, á veginum fyrir framan okkur, kom eitt augaí ljós. „Þetta er mótorhjól,” sagði ég. , ,Það er einhver að gefa okkur merki um að stansa.” I sama bili skildi ég að Tanner ætlaði að keyra yfír manninn og hjólið hans. Ég slæmdi vinstra fæti mínum ofan á bremsufót hans. „Þú ert vitlaus! Þú mátt ekki drepa hann!” Vörubíllinn rann stjórnlaust, aftur- hlutinn snerist hálfhring eins og um möndul. Regnklæddur arabi fetaði sig skrikandi fótum í áttina til okkar. Hann var einn af strandgæslu- lögreglumönnunum og hann hélt á hríðskotabyssu frá því í seinni heims- styrjöldinni. I örvæntingu reyndi ég að komast út til að hitta hann fyrir aftan bílinn. Kannski var hægt að múta honum. „Opnið,” skipaði arabinn. Pallur vörubílsins hlýtur að hafa verið líkastur baðkari. Regnvatnið streymdi alls staðar út. Ég lagði höndina á lokuna hægra megin og brosti til hans. „Sjáðu hér,” byrjaði ég-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.