Þjálfi - 01.04.1941, Síða 14
14
Þ J Á L F I
önnur inni. Fórum við síðan aftur út á ís-
inn og renndum okkur og lékum. Einu
sinni fórum við alveg þvert yfir vatnið, og
það var nú gaman. Síðan fórum við að
búast til heimferðar, og lögðum við af
stað um kl. 4. Gekk heimferðin prýðilega.
Var sungið mikið og haft hátt í bílnum,
því að allir voru kátir og hressir eftir
þessa góðu skemmtun úti í heilnæma
sveitaloftinu. Bíllinn ók að Miðbæjarskól-
anum, og fórum við þar cll úr og hver
heim til sín.
Aðalheiður Friðriksdóttir.
Lagt af stað í sveitina
Þann 13. júní 1937 um kl. 7 vakti mamma
mig og sagði, að nú yrði ég að hafa hrað-
ann á að koma mér í ferðafötin og snæða,
áður en ég legði af stað í ferðalagið. Kl. 8
átti ég að fara úr Reykjavík austur í Mýr-
dal með bíl frá Kaupfélagi Skaftfellinga í
Vík. Ég kvaddi heimafólkið og pabbi fylgdi
mér þangað, sem bíllinn var. Ekki var ég
heppinn með veður. Þegar við komum upp
að Geithálsi, tók að rigna eins og hellt
væri úr fötu. Áfram héldum við, unz við
komum að Ölfusá. Þá var nú sannarlega
þörf á hressingu. Ég var líka úttroðinn af
sælgæti og sítróni, þegar lagt var af stað
þaðan. Segir nú ekki meira af för minni,
fyrr en komið var á áfangastaðinn. Bærinn,
sem ég ætlaði að dvelja á, heitir Vatns-
skarðshólar. Þegar krakkarnir á bænum
heyrðu, að ég væri á leiðinni heim túnið
að bænum, hlupu þau undir borð, til þess
að þau sæjust ekki. Sjálfur var ég svo
feiminn, að ég gleymdi að heilsa.
Ástráður Ingvarsson.
Móðirin: Hvers vegna ertu að gráta,
Nonni minn?
Nonni: Krakkarnir segja, að brúðan
hennar Stínu sé svo lík mér, að ég hljóti
að vera pabbi hennar, en það er alls ekki
satt.
Afmælið hennar Ásn
Ása litla var 9 ára. Bráðum átti hún af-
mæli. Það var í næstu viku. Kvöldið áður
en þessi langþráði dagur kom, ætlaði hún
ekki að geta sofnað. Hún var alltaf að
hugsa um, hvað hún fengi í afmælisgjöf.
Loks rann upp afmælisdagurinn. Hún
vaknaði snemma um morguninn. Og kl. 9
færði mamma henni kaffi og kökur í rúmið.
Svo fór hún á fætur og fór fram í eldhús,
þar var pabbi hennar. Hann óskaði henni
til hamingju og sagði, að hún skyldi ganga
út. En fyrir utan bæjardyrnar var skíða-
sleði. Hún' fór að hugsa um, hvort nokkur
væri kominn. Hún fór inn og spurði, hvort
nokkur væri kominn. „Nei,“ sagði pabbi
hennar. Þá datt henni allt í einu hið rétta
í hug. Nú skildi hún það. Þetta var afmælis-
gjöfin hennar. Hún þakkaði pabba og
mömmu vel og innilega fyrir gjöfina. Skíða-
sleði var sú bezta afmælisgjöf, sem hún
hefði getað kosið sér.
Guðbjörg Haraldsdóttir.
Yiðtal við gamlan
skóladreiig1
Ég ætla að hafa viðtal við gamlan
skóladreng, það er hann pabbi. Ég ætla
að spyrja fyrst, hvort þér hafi þótt gam-
an í skólanum? ,,Já, þú getur reitt þig á
það. Um þetta leyti, þegar vorið fer í
hönd, og daginn lengir, þá minnir það mig
fyrst og fremst á skólaárin, og þá langar
mig alltaf að vera horfinn nokkur ár aft-
ur í tímann.“ Hvað geturðu sagt mér um
kennarana, voru þeir ekki misjafnlega
góðir, og var þér vel við þá eða illa? „í
stórum dráttum gæti ég bezt svarað þér
með því, að vitna í kvæði Einars Bene-
diktssonar til móður sinnar, en hann
segir: