Þjálfi - 01.04.1941, Qupperneq 18
18
Þ J Á L F I
vestur að Winnipegvatni. Þar settust þau
að og byggðu sér bjálkahús fyrst í stað.
Jón stundaði veiðar í vatninu, og þau
ræktuðu dálítið land og komu sér upp
nokkrum skepnum. Leið ekki á löngu, þar
til þeim leið vel í nýja landinu. Þau gátu
byggt sér nýtt hús í staðinn fyrir bjálka-
húsið.
Birgir Magnússon.
Barnatímar útvarpsins
Mér finnst barnatímar útvarpsins vera
mjög misjafnir. Það, sem vantar í barna-
tímana, eru meiri hljómleikar, helzt harm-
onikuleikar. Einnig finnst mér að skipta
ætti barnatímunum í þrennt: hljómleika,
framhaldssögur fyrir stúlkur og skemmti-
legar drengjasögur. Síðan hafa söng og
sögur annan hvorn tíma fyrir litlu börnin.
Einnig væri mjög gaman að hafa leikrit
einu sinni í mánuði, sem væri annan mán-
uðinn fyrir stúlkur en hinn fyrir drengi.
Sveinn Hallgrímsson.
Afmælisdagur
Sólveig litla átti afmæli 9. marz, og mik-
ið hlakkaði hún til afmælisdagsins. Mamma
hennar hafði leyft henni að bjóða nokkrum
vinstúlkum sínum í afmælisveizlu. Sólveig
vaknaði snemma á afmælisdaginn og fór
undireins á fætur, til þess að hjálpa
mömmu sinni við morgunverkin. Eftir há-
degið fór hún að búa sig undir að taka á
móti gestunum. Þegar klukkan var orðin
þrjú, komu vinstúlkur Sólveigar, hver eftir
aðra, þangað til þær voru orðnar sjö. Þær
gáfu allar Sólveigu ofurlitla afmælisgjöf,
sem henni þótti mjög vænt um. Vinkon-
urnar fengu nú súkkulaði og fínar kökur
með. Þegar þær höfðu lokið við að drekka,
fóru þær í ýmsa leiki. Síðan fengu þær
fínan búðing. Eftir það kvöddust vinstúlk-
urnar og þökkuðu hver annarri fyrir
skemmtilegan dag. Þegar Sólveig var hátt-
uð um kvöldið, fór hún að hugsa um, hvað
afmælisdagurinn hennar hefði verið
skemmtilegur. Hún fór með bænirnar sín-
ar og sofnaði út frá því.
Lilja Enoksdóttir.
Þeg*ar óg fór fyrst í sveit
Þegar ég var 10 ára, fór ég fyrst í sveit.
Var það að Vörðufelli á Skógarströnd í
Snæfellsnessýslu. Klukkan hálf sjö fagran
vormorgun fór ég að klæða mig. Ég og
mamma ætluðum með Laxfoss kl. 7. Ferðin
gekk ágætlega, og þótti mér gaman á
skipinu. Síðan varð ég að fara ríðandi langa
leið, og ég hafði aldrei komið á hestbak
fyrr, en þrátt fyrir það gekk allt vel. Um
miðnætti komst ég þangað, sem ég átti
að fara. Dagarnir liðu fljótt í sveitinni, því
að mér þótti mjög gaman. Það var svo
gaman að tína blóm og leika sér að ýmsu
úti. Stundum rakaði ég. Fyrsta daginn,
sem ég rakaði, varð ég veik. Reyndist það
botnlangabólga, sem að mér gekk, en mér
batnaði fljótlega. Mér þótti mjög gaman
að skepnunum í sveitinni, því að mér þykir
vænt um öll dýr, sem á íslandi eru, og ég
vona, að það þyki öllum. Það var svo gaman
að sjá lömbin hamingjusöm hjá mæðrum
sínum og folöldin hlaupa í kringum sínar
mömmur. Svona leið sumarið, og svo varð
ég að fara heim, þegar leið að hausti.
Ólöf V. Húnfjörö.
Taluaþraiit.
Raðið þessum tölum þann-
ig, að útkoman verði 22 í
hverjum dáiki, láreLt og lóð-
rétt.
5 6 2 8
co 7 5 7
4 2 7 3
7 5 4 CO
S. F.