Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 4

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 4
4 FÉLAGSTÍÐINDI Frá stjórn Stéttarsambands bænda Eins og útdráttur úr fundargerð frá stofnfundi „Stéttarsambands bænda“ ber með sér, vorum vér undirritaðir kosnir í stjórn þess. — Þar sem „Stéttarsamband bænda“ er ópólitískur félagsskapur bænda hefur stjórnin afráðið að leita yfirleitt ekki til flokksblaðanna með birtingu þess er hún þarf að kynna bændum, heldur fela það Frey eða snúa sér beint til bænd- anna og félagssamtaka þeirra,, eins og gert er með þessu riti. Hér verður þá: 1. Skýrt stuttlega frá störfum stjórnar Stéttarsambands bænda. 2. Gerð grein fyrir því helzta, er gerst hef- ur á sviði verðlagsmála landbúnaðarins eftir að stofnfundinum lauk á Laugar- vatni og afskiptum stjórnar Stéttarsam- bandsins af þeim málum. 3. Vikið að þeim verkefnum er fyrri liggja og stjórn Stéttar- sambandsins telur nauðsynlegt að leyst verði á næstunnl, með samstarfi allra bænda og félagastofnana þeirra. Þann 10. sept., daginn eftir lok stofn- fundarins á Laugarvatni, kom stjórn Stétt- arsambands bænda saman í Reykjavk til þess að kjósa sér formann og ritara. f stað tveggja aðalmanna, sem voru fjarverandi, mættu varamenn þeirra. — Formaður nefndarinnar var kosinn Sverrir Gíslason og ritari Jón Sigurðs- son. Það skal fram tekið, að kosning þessi var í samráði við og með fullu samþykki hinna fjarstöddu aðal stjórnarnefndar- manna. Jafnframt var formanni falið að senda landbúnaðarráðherra tillögur fund- arins á Laugarvatni og var það gert sam- dægurs. Dagana 4.—9. október, að báðum dögum meðtöldum, kom stjórn Stéttarsambands bænda saman á fund í Reykjavík. Einn stjórnarnefndarmaðurinn, Pétur Jónsson á Egilsstöðum, gat þó ekki mætt. í hans stað mætti varamaður hans, Helgi Jónsson, bóndi í Seglbúðum. Þetta gerðist á fundinum: 1. Samþykkt var svohljóðandi áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis: „Stjórn Stéttarsambands bænda skorar á ríkisstjórn og Alþingi að leggja verð- lagsmál landbúnaðarins algerlega í hend- ur fulltrúum bænda, er þeir velja sjálfir á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Jafn- framt skorar hún á Alþingi, að samþykkja frv. til laga „um framleiðsluráð landbún- aðarins og verðskráning og verðmiðlun á landbúnaðarvörum“, sem lagt verður fyrir yfirstandandi Alþingi". 2. Tekið var fyrir verðskráning á land- búnaðarafurðum og framkvæmd þeirra mála á yfirstandandi hausti. Til þess að fá yfirsýn yfir þetta mál, leitaðist stjórn Stéttarsambandsins við að afla sér ýtarlegra upplýsinga með við- ræðufundum og fyrirspurnum til þeirra manna, er hafa mest afskipti af sölu land- búnaðarafurða. Þeir menn, sem stjórn Stéttarsambandsins leitaði sérstaklega til í þessu efni voru: formaður Búnaðarráðs, Guðmundur Jónsson, útflutningsstjóri S. í. S., Jón Árnason, framkvæmdastjóri Slát- urfélags Suðurlands, Helgi Bergs og fram- kvæmdastjóri og meiri hluti stjórnar mj ólkursamsölunnar, er þá voru staddir í Reykjavík. Allir þessir menn létu stjórninni í té margvíslegar upplýsingar snertandi verð- lagning á landbúnaðarvörum og sölu þeirra á yfirstandandi hausti og kann stjórnin þeim beztu þakkir fyrir þær.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.