Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 11
FÉLAGSTÍÐINDI
11
magn og um selda neyzlumjólk, rjóma og
aörar mjólkurvörur;
c) rjómabúum og smjörsamlögum um
unnið vörumagn hvers þeirra;
d) þeim, er annast mjólkursölu í kaup-
stöðum og kauptúnum utan sölusvæðis
mjólkurbúanna, um selda neyzlumjóik.
Skylt er þessum aðilum svo og öðrum
fyrirtækjum og stofnunum, er starfa fyrir
landbúnaðinn, að veita framleiðsluráði
upplýsingar, er að þessu lúta og þau geta
í té látið.
10. gr.
Framleiðsluráð hefur á hendi úthlutun
á sláturleyfum samkv. ákvæðum 3. gr. laga
nr 2 9. jan. 1935. Þeir, sem slátra fé til
sölu, gefa ráðinu skýrslu um daglega slátr-
un, staðfesta af kjötmatsmönnum, og
standa skil á verðmiðlunargj aldinu til
framleiðsluráðs. Stjórn neytendafélaga,
sem fengið hefur sláturleyfi, skal einnig
senda slíka skýrslu og standa skil á verð-
miðlunargjaldinu. Gjalddagi er, þegar
slátrunin fer fram, nema framleiðsluráð
heimili annað.
11. gr.
Framleiðsluráð ákveður, um leið og það
veitir sláturleyfi ár hvert, hversu mikið
hverjum leyfishafa ber að halda eftir af
verði kjötsins til verðmiðlunar. Fram-
leiðsluráð getur leyft, að fé þetta sé í
vörslu hlutaðeiganda að einhverju eða öllu
leyti gegn þeim tryggingum, sem fram-
leiðsluráð tekur gildar, þar til er verð-
miðlunargj ald það, er leyfishafa ber að
inna af hendi, er endanlega ákveðið.
12. gr.
Framleiðsluráð gerir þær ráðstafanir, er
það telur þurfa, til þess að innlendi mark-
aðurinn fyrir kjöt og slátur notist sem allra
bezt og fulinægt verði sanngjörnum óskum
neytenda. Það hefur eftirlit með allri með-
ferð sláturfjárafurða, stuðlar að notkun
beztu aðferða við geymslu kjötsins og leið-
leiðbeinir eða hlutast til um, að gætt sé
hagsýni og sparnaðar við slátrun og alla
meðferð þessara vara og verzlun með þær.
Það getur enn fremur takmarkað flutning
á kjöti eða öðrum sláturfjárafurðum til
markaðsstaða, ef það telur hættu á, að þeir
ofhlaðist að öðrum kosti.
IV. KAFLI.
Um sölu stórgripakjöts.
13. gr.
Framleiðsluráð hefur eftirlit með sölu
nautgripakjöts og vinnur að því, að það
verði flokkað og metið eftir tegundum og
gæðum, enda verði verðskráning á kjötinu
í heildsölu og smásölu (Sbr. 5. gr.) miðuð
við þá flokkun. Það getur enn fremur
ákveðið, að því aðeins sé heimilt að selja.
nautgripakjöt á opinberum markaði, að
gripunum hafi verið slátrað á sláturstöð-
um, sem framleiðsluráð eða umboðsmaður
þess hefur viðurkennt viðunandi.
14. gr.
Framleiðsluráð verðskráir hrossakjöt á
innlendum markaði, ef félag framleiðenda,
sem framleiðsluráð viðurkennir, óskar þess.
Nú hafa framleiðendur sláturhrossa
myndað með sér félag, sem framleiðsluráð
viðurkennir, og skal þá framleiðsluráð
setja reglugerð um sölu og meöferð slátur-
hrossa og hrossakjöts, ef félagið, er að
framan greinir, óskar þess.
í reglugerð þessari skal fram tekið m. a.:
1. um skipting landsins í sölusvæði;
2. bann gegn sölu afsláttarhrossa og
hrossakjöts milli sölusvæða, nema með
samþykki framleiðsluráðs;
3. að framleiðsluráð ákveði kjötverð í