Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 5
PÉLAGSTÍÐINDÍ
5
Eins og kunnugt er, reiknar Hagstofan
árlega framleiðslukostnað bænda. Sam-
kvæmt því hafði framleiðslukostnaðurinn
1944 hækkað um 9.4% og 1945 um 9.7%
frá árinu áður og er svo til ætlazt, að af-
urðaverðið til bænda hækki í samræmi við
það.
Af verðskráningunni og þeim upplýsing-
um, sem fyrir liggja, er það ljóst, að
verðlagsnefnd hefur, ef miðað er við sex-
mannanefndar-verðið, ekki tekið til greina
þá hækkun, sem varð á tilkostnaði bænda
frá 15. sept. 1943 til 15. sept. 1944 og sem
nam 9.4%.
Þessa hækkun á tilkostnaði, sem átti
að kom.a fram í tilsvarandi hækkun á af-
urðaverði bænda á tímabilinu 15. sept. 1944
til 15. sept. 1945, felst Búnaðarþingið á að
mætti falla niður fyrir umrætt tímabil
gegn því að ríkisstjórnin tryggði bændum
að öðru leyti sexmannanefndar-verðið;
einnig fyrir allár þær vörur, sem út yrðu
fluttar á þessu tímabili, þótt Norðurálfu-
styrjöldinni yrði áður lokið eins og reynd
varð á. Jafnframt var þessi eftirgjöf gerð
með það fyrir augum að greiða götu þess,
að samkomulag næðist á Alþingi um að
þoka niður afurðaverði og kaupgjaldi. Al-
þingi gekk að skilyrðum Búnaðarþings. En
síðari þátturinn brást algerlega, eins og
kunnugt er. Kaupgjald og laun voru stór-
hækkuð í sumum starfsgreinum, en bænd-
ur einir urðu að sætta sig við .kauplækkun.
Nú hefur verðlagsnefnd, eins og áður
er að vikið, ekkert tillit tekið til áður-
greindrar 9.4% verðhækkunar, og er þá
næst að athuga hvort nú séu fyrir hendi
þær ástæður, er réttlæti slíka eftirgjöf af
hendi bænda á nýjan leik. Stjórn bænda-
samtakanna getur ekki séð að svo sé. Ekki
er því til að dreifa, að fyrir dyrum standi
hlutfallsleg niðurfærsla á afurðaverði og
kaupgjaldi til þess að koma framleiðslu-
málum þjóðarinnar í viðunandi horf,
það virðist eiga enn langt í land, t. d. eru
nýjar kaupkröfur og verkfallsöld að hefj-
ast á skipaflotanum, sem vel getur orðið
undanfari annarra kauphækkana. í öðru
lagi hefur ríkisstjórnin lýst því yfir skýrt
og skorinort, að engar útflutningáupp-
bætur verði greiddar á útfluttar land-
búnaðarvörur, sem koma á markaðinn
eftir 15. sept. s. 1. Þar með er það öryggi
um afurðaverð, sem bændastéttinni var
tryggt í sambandi við eftirgjöfina 1944, úr
sögunni, og með því bersýnileg stór lækkun
á kjötverðinu til bænda.
í haust var því hvorugt það atriði fyrir
hendi er réði úrslitum um eftirgjöf Bún-
aðarþingsins. Auk þess hefur því verið
marg yfirlýst af Búnaðarþingi, að eftir-
gjöfinni hefði af þess hálfu aldrei verið
ætlað að ná nema til síðastliðins sölutíma-
bils.
Því hefur verið haldið fram, að ef fullt
sexmannanefndar-verð hefði verið lagt á
vörur bænda á innlendum markaði, hefði
það torveldað stórlega söluna á þessum
vörum og útflutningur á kjöti stóraukizt.
Þetta er veigamikil ástæða, ef rétt væri,
og því ástæða að athuga þetta nánar.
Nýmjólkurverðið er nú ákveðið af verð-
lagsnefnd kr. 1.82 líter í lausu máli, þ. e.
hækkað um 9.7% eða 12 aura frá því er
áður var. Ef verðlagsnefnd hefði í stað
þessa hækkað mjólkina í fullt sexmanna-
nefndar-verð, þ. e. tekið með 9.4% hækkun
fyrra árs, hefði mjólkin, reiknað á sama
hátt, orðið kr. 1.94. Kjötið er nú selt í
smásölu á kr. 10.85. 9.4% hækkun á því
gerir kr. 1.02. Nú er það vitanlegt, að kostn-
aður ýmiskonar við vöruna eykst ekki að
sama skapi og verðhækkunin og mun því
nægilegt að áætla hækkunina 90 aura og
smásöluverðið kr. 11.75.
Með öðrum orðum, til þess að innan-