Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 10
10
FÉLAGSTÍÐINDI
ár hvert ýtarlega skýrslu um framleiðslu
landbúnaðarvara, vinnslu þeirra og sölu,
markaði, markaðshorfur og afkomu land-
búnaðarins á hverjum tíma. Skylt er öllum
þeim fyrirtækjum og stofnunum, er hafa
með höndum vinnslu eða sölu landbúnað-
arafurða, að láta ráðinu í té allar upp-
lýsingar, er því geta að gagni komið við
störf þess og þær þeta veitt.
II. KAFLI.
Um verðskráningu.
5. gr.
Hagstofa íslands reiknar árlega út fram-
leiðslukostnað bænda. Við útreikning fram-
leðislukostnaðarins skal fylgt þeim reglum,
sem fyrir er mælt í 4. gr. laga nr. 42 14.
apríl 1943, um dýrtíðarráðstafanir, og sam-
komulagi sex manna nefndarinnar.
6. gr.
Framleiðsluráð hefur á hendi verðskrán-
ingu landbúnaðarvara. Við verðskrán-
ingu grænmetis og garðávaxta tekur full-
trúi Sölufélags garðyrkjumanna sæti í
framleiðsluráði og hefur atkvæðisrétt um
þau mál. Nú verða atkvæði jöfn um verð-
lagning þessara vara, og ræður þá úr-
slitum atkvæði fulltrúa sölufélagsins.
Heimilt er framleiðsluráði að fela formanni
og framkvæmdastjóra ásamt fulltrúa sölu-
félags garðyrkjumanna að hafa á hendi
verðskráningu grænmetis og garðávaxta
milli funda.
III. KAFLI.
Um sláturleyfi og greiðslu verð-
jöfnunargjalds.
7. gr.
Verðmiðlun á kjöti, mjólk og mjólkur-
vörum skal haga þannig:
a. Á mjólk og mjólkurvörum: Innan
hvers verðjöfnunarsvæðis haldast núgild-
andi ákvæði um sama verð fyrir sams kon-
ar vöru á sama sölustað. Skal sú verðjöfn-
un framkvæmd, þegar mjóíkurbú verða að
taka að sér meira til vinnslu úr mjólkinni
hlutfallslega en önnur bú á sama svæði.
Auk verðjöfnunar þessarar innan verð-
jöfnunarsvæðanna skal verðmiðlun fram-
kvæmd milli þeirra þannig, að 1% sé tekið
sem verðjöfnunargjald í því skyni af allri
mjólk, sem seld er til neyzlu, og skal því
varið til jöfnunar á verðminni vörur mjólk-
urbúanna skv. ákvörðun framleiðsluráðs.
Því er ennfremur heimilt að styðja fram-
leiðslu rjómabúa og smjörsamlaga af þessu
fé á sama hátt og mjólkurbúanna.
b. Á kjöti: Verðmiðlun á kindakjöti skal
framkvæmd á innlendum markaði þannig,
að sama verð fáist fyrir sams konar vörur á
sama sölustað, auk þess skal útflutt kinda-
kjöt tekið í hina sömu verðjöfnun sem það,
er selst innan lands, þegar mismunur er á
verði á innlendum og erlendum markaði.
8. gr.
Framleiðsluráð ákveður verðmiðlun á 1.
og 2. flokks dilka- og geldfjárkjöti svo
og á vinnslumjólk og mjólkurvörum milli
verðjöfnunarsvæða. Verðjöfnun á mjólk og
mjólkurvörum innan verðjöfnunarsvæða
aunast hlutaðeigandi sölustjórnir hver á
sínu svæði.
9. gr.
Framleiðsluráð annast um framkvæmd
verðmiðlunarinnar og aflar sér þeirra
gagna, er það telur sér þörf á, þar á meðal
skýrslna frá eftirgreindum aðilum:
a) þeim, er sláturleyfi hafa, um móttek-
ið kindakjöt, greint eftir flokkum, ásamt
skýrslu um kjötsöluna svo og skrá yfir
kjötbirgðir sínar;
b) mjólkurbúum um móttekið mjólkur-