Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 23

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 23
FÉLAGSTÍÐINDI 23 Dönsk landöúnaðarframleiösla og sala hennar. Á stríðsárunum lögðu Danir allt kapp á að sjá innanlandsmarkaðinum fyrir nægi- legum lífsnauðsynjum þeim, er framleidd- ar voru í landinu. Var kröfum Þjóðverja, er stöðugt hróp- uðu á meiri og meiri danskar afurðir suð- ur á bóginn, svarað á þann hátt, að sezt var við samningaborðið, og þannig lauk, að það tókst að sannfæra Þjóðverjana um, að meðan danska þjóðin hefði þann mat- arskammt, sem henni væri þá fenginn, mundi fólk halda heilsu og hafa vakandi áhuga fyrir aukinni framleiðslu, því að það væri bændanna hagur, að sem mest yrði framleitt. Útflutningur af landbúnaðarvörum Dana til Þýzkalands á stríðsárunum nam: 1940 ......... 1206,4 millj. kr. 1941 ........... 859,6 — — 1942 ........... 459,6 — — 1943 ........... 736,8 — — 1944 ........... 852,7 — — 1945 (jan.—maí) 164,0 — — Þar að auki -keyptu Þjóðverjar að sjálf- jafnvel áfengis úr mysu. Nokkur ölgerða- hús framleiða nú þegar svaladrykki úr mysunni, en brennivínsgerðin er á undir- búnings og tilraunastigi. Framleiðsla áfengis úr mjólk og mysu er ekki nýtt fyrirbrigði. Arabar hafa um árþúsundir notað kaplamjólk til slíkra hluta. sögðu matvæli handa liðsafla þeim, er var langdvölum í Danmörku, og að síðustu handa flóttafólki því, sem streymdi til landsins. Samtals nam verðgildi útfluttra vara frá Danmörku til Þýzkalands á stríðsárunum 5018,4 milljónum króna, en til landsins voru innfluttar vörur frá Þýzkalandi fyrir 4626,6 milljónir. Mismurinn, eða 391,8 millj. króna er því aðeins lítill hluti af þeim 11 milljörðum, sem talið er að Danir eigi inni hjá Þjóðverjum, enda var engin sérstök viðleitni sýnd í því efni að kappkosta að flytja vörur suður á bóginn. Á hitt var lögð meiri stund að brýna fyrir almenningi nauðsyn þess að halda bústofni og fram- leiðslutækjum óskertum og nota fraro- leiðsluna innanlands. Þannig tókst til stríðsloka að halda uppi smjörskammtinum 45 g á dag á mann, og kjöt og flesk var alls ekki skammtað, en um tíma þó úthlutað í bæjunum eftir sér- stökum fyrirmælum. Strax eftir að stríðinu lauk var smjör- skammturinn minnkaður. Var það í fyrsta lagi gert til þess að geta miðlað öðrum, sem vantar smjör, og í öðru lagi til þess að geta aukið verðmæti útfluttrar vöru og á þann hátt skapað aukinn gjaldeyri til kaupa á þeim mörgu vörutegundum, sem Danir hafa orðið að fara á mis um mörg ár, en nú verður að flytja inn á ný. Frá því stríðinu lauk og fram um miðjan september var útflutningur Dana af land- búnaðarvörum: 35.500 tonn smjör, 20.000 tonn af fleski og 5.000 tonn af eggjum. Verðmæti þessara vara nam 250 millj. kr. Fundur Alþjóðasambands samvinnufélaga. Dagana 10.—13. september voru haldnir fundir í Alþjóðasambandi samvinnumanna í Lundúnum. Gáfu fulltrúar frá ýmsum

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.