Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 3
FÉLAGSTÍÐINDI 3 Úr Norður-Múlasýslu: Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, Páll Metúsalemsson, Refstað. Úr Suður-Múlasýslu: Pétur Jónasson, Egilsstöðum, Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku. Úr Austur-Skaftafellssýslu: Steinþór Þórðarson, Haga, Kristján Benediktsson, Einholti. Úr Vestur-Skaftafellssýslu: Sveinn. Einarsson, Reyni, Þórarinn Helgason, Þykkvabæ. Úr Vestmannaeyfasýslu: Helgi Benónýsson, Vesturhúsum, Helgi Benediktsson. Á fundinum voru meðal annars gerðar eftirfarandi samþykktir: 1. „Fundurinn ályktar að stofna Stéttar- samband bænda á grundvelli samþykkta aukabúnaðarþings 1945. Jafnframt ákveður fundurinn að leyni- leg atkvæðagreiðsla skuli fara fram meðal bænda í sambandi við næstu búnaðar- þingskosningar um það, hvort þessi skipan skuli haldast framvegis eða stéttarsam- band stofnað óháð Búnaðarfélagi íslands.“ (Samþ. með 31 : 10 atkv.). 2. „Fulltrúafundur bænda. haldinn að Laugarvatni dagana 7.—9. sept. 1945, ályktar að skora á Alþingi að nema það ákvæði úr lögum um Búnaðarmálasjóð, að ráðstöfun á fé sjóðsins sé háð samþykki landbúnaðarráðherra." (Samþ. með sam- hljóða atkvæðum). 3. „Fundurinn mótmælir eindregið að ríkisstjórnin skipi 2 fulltrúa til þess að fara með verðlagsmál landbúnaðarins. Krefst hann þess, að bráðabirgðalög um Búnaðar- ráð verði felld úr gildi og að framkvæmda- stjórn Stéttarsambands bænda verði falið að ákveða verðlag landbúnaðarvara.“ (Samþykkt í einu hljóði). 4. „Verðlagsráð Stéttasambands bænda ákveður verðlag landbúnaðarvara á innan- iandsmarkaði á grundvelli sexmanna- nefndarálitsins. Verðlagsráð skal einnig hafa eftirlit með því að hinar verðskráðu vörur séu ekki seldar lægra verði en það hefir ákveðið. Hafi það trúnaðarmenn á helztu markaðs- stöðum, sem fylgjast með því að verðlags- ákvæði verðlagsráðs séu ekki brotin. Nú selur framleiðandi eða verzlun land- búnaðarvörur undir hinu ákveðna verði. Er þá verðlagsráði skylt að banna sölu- félögum bænda að selja allar verðskráðar landbúnaðarvörur hverju nafni sem nefn- ast fyrir hinn brotlega aðila og ennfremur að þeim kaupmönnum eða sölufélögum, sem brotleg hafa gjörst, séu afhentar verð- skráðar landbúnaðarvörur til sölu þar til þessir aðilar hafa skuldbundið sig til að fara í öllu eftir verðlagsákvæðum verð- Jagsráðsins." — (Tillögu þessari var vísað til framkvæmdastjórnar með samhljóða atkvæðum). í stjórn og varastjórn voru kosnir með 31 samhljóða atkv.: Aðalmenn í framkvæmdastjórn: Sverrir Gíslason, Hvammi, Jón Sigurðsson, Reynistað, Pétur Jónsson, Egilsstöðum, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, Sigurjón Sigurðsson, Raftholti, Varamenn: Sigurður Snorrason, Gilsbakka, Jón Jónsson, Hofi, Helgi Jónsson, Seglbúðum, Gestur Andrésson, Hálsi, Sveinn Einarsson, Reyni.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.