Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 12
12
FÉLAGSTÍÐINDI
heildsölu og smásölu eftir árstíðum og
gæSum;
4. um mat og flokkun hrossakjöts;
5. um skipun söluráðs hvers söluvæðis,
er starfi undir yfirumsjón framleiðsluráðs;
6. um úthlutun söluleyfa, er miðist bæði
við markaðskröfur á hverjum tíma og
hrossaeigna manna samkv. síðasta skatta-
framtali, eftir því sem við verður komið.
V. KAFLI.
Um yfirstjórn mjólkurmála og verðmiðlun.
15. gr.
Framleiðsluráð hefur á hendi yfirstjórn
mjólkursölumála landsins. Skal það stuðla
að því, að ávallt sé næg neyzlumjólk og
mjólkurvörur til sölu í kaupstöðum, kaup-
túnum og þorpum, þar sem stöðugur mark-
aður fyrir þessar vörur er fyrir hendi og
líkur benda til, að markaður vinnist með
skipulegri sölu.
16. gr.
Framleiðsluráð skal fylgjast með sölu
mjólkur og mjólkurvara um land allt ásamt
þörfum neytenda fyrir þessar vörur. Það
aflar sér nauðsynlegra skýrslna og upplýs-
inga, er að þessu lúta, og er mjólkurbúum
og öðrum félögum eða fyrirtækjum, er að
þessum málum starfa, skylt að láta fram-
leiðsluráði í té allar upplýsingar um þessi
efni, er þau geta.
17. gr.
Nú kemur í ljós, að vöntun er á mjólk og
mjólkurvörum. Skal þá framleiðsluráð
hlutast til um í samráði við Búnaðarfélag
íslands, mjólkurframleiðendur á hlutað-
eigandi mj ólkursölusvæðum og forráða-
menn viðkomandi kaupstaða og kauptúna,
að bót fáist á mjólkurskortinum, t. d. með
bættum samgöngum, félagsbundinni sölu
o. s. frv. Nú kemur í ljós, að mjólkurþörf
kauptúna eða kaupstaða verður aðeins full-
nægt með sérstaklega kostnaðarsömum
flutningum, og er framleiðsluráði þá heim-
ilt, ef bæjarstjórn hlutaöeigandi kaupstað-
ar eða kauptúns óskar þess, að víkja frá
gildandi mjólkurverði á staðnum og láta
niður falla verðmiðlunargjald af þeirri
mjólk, sem að er flutt.
18. gr.
Framleiðsluráði ber að hafa íhlutun um,
að mjólkurframleiðendur komi sér upp
mjólkursölustöðvum í þeim kaupstöðum og
kauptúnum, þar sem engar eru fyrir eða
eru ófullnægjandi. Þar, sem skilyrði til
mjólkurframleiðslu eru álitleg, getur fram-
leiðsluráð krafizt þess, að bygging stöðv-
arinnar sé hagað þannig, að mjólkursölu-
stöðin geti einnig tekið á móti mjólk til
vinnslu, þegar þörf krefur.
Mjólkursölustöðvar, sem jafnframt hafa
vinnslu, skulu reistar samkv. fyrirsögn sér-
fróðs manns, er Búnaðarfélag íslands sam-
þykkir.
Telji framleiðsluráð félagsskap framleið-
enda, er að slíkri byggingu stendur, svo
traustan, að af framkvæmdum hans, megi
vænta varanlegra umbóta á sviði mjólkur-
málanna, skal ríkissjóður styrkja þær
stöðvar að stofnkostnaður, enda leggi
hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélag
stöðinni til ókeypis lóð á hentugum stað.
Hafa stöðvar þessar sömu réttindi og
skyldur og mjólkurbú samkv. lögum nr. 1
7. jan. 1935.
Framleiðsluráð getur þó heimilað sölu-
stöðvum þess, er því þykir nauðsyn til bera,
að selja ógerilsneydda mjólk, en lúta verða
þær að öðru leyti öllum fyrirmælum heil-
brigðisstjórnarinnar um alla meðferð
mj ólkurinnar.