Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 15

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 15
FÉLAGSTÍÐINDI 15 leiðslunni í einstökum greinum eða ein- stökum landshlutum, er nauðsynlegt, að einn og sami aðilinn hafi yfirsýn og íhlut- un um þessi mál öll. 3. Þá er enn það nýmæli í frv., að lög- boðin er verðmiðlun á mjólk á milli sölu- svæða, þannig að unnt sé að veita þeim mjólkur- og rjómabúum, sem ekki hafa aðstöðu til að koma afurðum sínum á nýmjólkurmarkaðinn, stuðning og uppörv- un til framleiðslu og vinnslu mjólkurvara og hafa áhrif á það, að lögð sé aukin áherzla á framleiðslu þeirra vörutegunda, sem mest þörf er á hverju sinni. Önnur nýmæli þessa frumvarps eru öll áframhald eða afleiðing af þeim megin- atriðum, sem nefnd eru hér að framan. Frumvarpið byggir á þeirri meginreglu hinna eldri afurðasölulaga, áð framleið- endur fái allir sama verð fyrir sams konar vöru á sama sölustað. — í kjötsölumálun- um er nú svo komið, að landið allt er orðið eitt verðjöfnunarsvæði, þannig að sams konar kindakjöt (þ. e. sami matsflokkur) er nú greitt framleiðendum sama verði miðað við markaðsstaði, hvar sem það er framleitt á landinu. Hitt er svo annað mál, að ýmsir álíta, að ástæða væri til að beita nokkru strangara gæðamati í verðflokkun kjötsins og hafa þannig áhrif á það, að kjötframleiðslan verði sem mest bundin við þá staði, þar sem skilyrðin eru bezt til sauðfjárræktar af náttúrunnar hendi, og að önnur svæði landsins snúi sér meir að nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. Ekki eru hér gerðar tillögur um verð- jöfnun stórgripakjöts, enda minni ástæða til þess að svo stöddu. Hins vegar ætti að mega takast að koma sölu og verðlagi þess í meira samræmi við sölu og verðlag kinda- kjöts en nú er með afskiptum, sem verð- lagsráðinu eru ætluð um þau mál sam- kvæmt frv. Um mjólkursöluna er aðstaðan enn svo ólík víða um landið, að ekki getur talizt eðlilegt að upphefja skiptingu þess í ein- stök mjólkursölusvæði. Með bættum sam- göngum og fleiri mjólkurbúum getur þetta hins vegar tekið skjótum breytingum, og má því gera ráð fyrir, að áður langir tím- ar líða, fari svo, að landið verði allt eða mestallt eitt og sama verðjöfnunarsvæðið, eins og nú er orðið um kjötið. Hér er stigið spor í þá átt, að unnt sé að hafa áhrif á aukna framleiðslu sér- stakra mjólkurvara á einstökum fram- leiðslustöðvum utan núverandi mjólkur- sölusvæða. Verzlunarsamningur Danmerkur og Belgíu. Þann 17. september var verzlunarsamn- ingur milli Danmerkur og Belgíu undir- skrifaður í Kaupmannahöfn. Þjóðbönkum þessara landa var falið að sjá um yfir- færslur, en sérstök nefnd var kjörin til þess að annast viðskiptin. í samningi þessum er gert ráð fyrir, að Danmörk flytji vörur til Belgíu á þessu ári fyrir 44 miljónir króna. Þessar vörur eru meðal annars: Smjör, lifandi nautpening- ur, kjöt af hrossum og nautgripum, kar- töflur, flesk, grænmeti, fræ, fiskur, hestar og fleira. Belgía hefur lofað vörum á sama tíma fyrir 22 miljónir, en meðal þeirra má nefna: gluggagler, ljósmyndavörur, tal- símaútbúnað, kynbótahesta, blómlauka, garðyrkjuvörur og vínber. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði framlengdur frá nýári 1946.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.