Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 22

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 22
22 FÉLAGSTÍÐINDI Hagnýting mysunnar Með aukinni mjólkurframleiðslu er og verður það markmiðið fyrir okkur að hag- nýta rjómann til smjörgerðar og undan- rennuna til skyrframleiðslu. Bæði smjörið og skyrið er meðal hinna verðmætustu lífsnauðsynja, er fengin verða til næringar mannkyninu. Þegar búið er að vinna þessar tvær teg- undir úr mjólkinni, er mysan eftir, en í henni felast einnig veruleg verðmæti, eða svo mikil, að sjálfsagt er að hagnýta hana á einhvern hátt. í löndum þeim, er hafa mikla mjólkur- framleiðslu, miðað við íbúatölu, hefir það oft valdið heilabrotum, hvað gera skyldi við alla mysuna. Þannig getur og farið hjá okkur, og er því ástæða til að grennslast um, hvað aðrir gera við hana. Mysu má nota til fóðurs, og hún er ágætt fóður. Er fóðurgildi hennar talið það mikið, að 12 kg mysa jafnist á við 1 kg af korni. Væri því ekki óhugsanleg leið, að bændur fengju mjólkurbrúsana fulla af mysu heim frá mjólkurbúunum. Á hinn bóginn geta, ýms vandkvæði verið þessu til hindrunar, meðal annars t. d. að sé flutningskostnaður reiknaður svo nokkru nemi, kemur það hart niður á fóðurgildinu, því meiri hluti mysunnar er vatn, sem ekki hefir neitt næringargildi, og auðvitað verður ekki komizt hjá að flytja með. Úr mysunni má búa til mysuost, og er það gert bæði hér á landi og annars stað- ar. Þá eru ýmsar aðrar leiðir, sem próf- aðar hafa verið til hagnýtingar mys- unnar. Má í því sambandi nefna, að er- lendis hafa menn prófað að eima meira eða minna af vatninu úr mysunni og nota síðan hinn sírópskennda vökva til brauð- gerðar. Þetta hefir þó hingað til reynzt lítt arðbær aðferð. Mjólkursykur unninn úr mysu er í stórum stíl notaður sem fylliefni við lyfjagerð, Tilraunir fara nú fram í Svíþjóð viðvíkj- andi eiming mysunnar og hagnýting mysu- síróps, sem blandað er í klíð og notað sem fóður handa búfé. Virðist þessi aðferð til- tölulega hagkvæm, því að á þennan hátt er hægt að geyma hina miklu mysufram- leiðslu sumarsins og nota hana til vetrar- forða. Þá hafa Svíar á ferðinni umfangsmiklar rannsóknir með tilbúning svaladrykkja og vinnulaunin höfð sem mælikvarði, ætti verðskráning dilkakjöts í heilum kroppum að vera í kring um 8 kr. á kg. (verðskrán- ing á svínakjöti hefir verið 2,72, en er lækkuð eftir 1. október niður í 2,59 á slátur- húsum samvinnufélaganna dönsku). Ef litið er á útsöluverðið er samanburð- urinn erfiðari. En kaup neytendanna og um leið kaupgeta þeirra, miðað við kjöt- verðið, er eiginlega sá samanburður, sem telja má heilbrigðastan. Það mun hafa verið svo síðastliðin ár og er enn, að til þess að afla sér hvers kílógramms af kjöti i bæjunum, hafi danskur verkamaður (ekki faglærður) orð- ið að vinna um iy2 stund, en faglærði mað- urinn fimm stundarfjórðunga; en kaupið var miðað við taxta verkalýðsfélaganna. Miðað við það kaup, sem ríkjandi er hér, og kjötverðið, eins og það er nú, ættu fjár- hagsástæður bæjarbúans íslenzka að leyfa mun meiri kjötneyzlu en stéttarbróðir hans í Danmörku hefir efni á að veita sér.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.