Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 20
20
FÉLAGSTÍÐINDI
Um söluhorfur
Fréttir um ástæður þær, sem nú eru ríkj -
andi í ýmsum löndum, þar sem hungurvof-
an bíður við dyrnar og klæðleysi fólksins
horfir til vandræða, geta gefið tilefni til
þess að ætla, að sölumöguleikarnir fyrir
íslenzkar afurðir hljóti að vera ótakmark-
aðir. Og víst er um það, að markaður er
nógur, en hitt er annað mál, hve létt er
að koma vörunum á markaðinn og þó
ennþá fremur hvert verð fæst fyrir þær.
Það er hægt að slá því föstu, samkvæmt
hinum beztu heimildum, sem fengnar
verða eins og sakir standa, um söluhorfur
landbúnaðarvara okkar erlendis, að engin
þeirra vara, sem við höfum á boðstólum,
getur selzt fyrir verð, sem svarar fram-
leiðslukostnaði hér á landi, og á þetta ekki
aðeins við um landbúnaðarvörur heldur og
innan skamms um alla íslenzka fram-
leiðslu.
Þær horfur, sem virðast vera framund-
an fyrir sölu landbúnaðarframleiðslu ís-
lendinga á erlendum markaði, skulu
greindar hér í stórum dráttum, en þó skal
tekið fram, að því fer fjarri, að nokkurt
öryggi sé enn fyrir hendi um hinar endar-
legu niðurstöður sölu og verðlags.
Kjötið. — Kjöt er hægt að selja svo að
segja hvar sem vera skal, bæði frosið og
saltað; saltaða kjötið fyrst og fremst í
Noregi.
Eins og venja er til á friðartímum munu
kjötmarkaðir aðallega verða í Stóra-Bret-
landi og á Norðurlöndum.
Um verðlag á kjöti á Norðurlöndum er
það að segja, að heildsöluverð þar mun
véra frá 3,50—4,50 á kg, en um kjötverð
í Englandi er óvíst enn. í fyrra var það
5,40 fob., en þar sem nú er verið að athuga
möguleikana fyrir sölu á íslenzku kjöti þar,
er ekki hægt að segja enn, hvort við verð-
um að sæta sama verði og samveldislönd
Bretlands, en það verð er miklu lægra en
ofangreint verð sem íslendingar fengu fyr-
ir kjötið í fyrra.
Ullin. — Eins og sakir standa er óseld
og fyrirliggjandi þriggja ára framleiðsla
af íslenzkri ull. Um ullina gildir hið sama
og kjötið, að margir hafa þörf, en engir
efni á að kaupa hana því verði, sem svarar
framleiðslukostnaði á íslandi.
Síðan stríði lauk í sumar hefir verið
unnið að ullarsölu, bæði á vegum ríkis-
stjórnarinnar og S. í. S. Miðevrópuþjóðir
geta hvorki keypt ullina né unnið hana.
Dani vantar ull, en þá vantar líka verk-
smiðjur. í Englandi eru nógar verksmiðjur,
en þar vantar vinnuaflið, og svo hefir
England að sjálfsögðu möguleika til þess
að útvega ull frá samveldislöndum sínum.
Helztu markaðsmöguleikarnir virðast því
vera í Bandaríkjum Ameríku. Verðið er þar
lágt, en nokkurn veginn stöðugt, svo að
ekki er ástæða til þess að ætla, að enn hafi
nokkuð tapazt við að bíða með sölu ís-
lenzkrar ullar, því að ekki er enn útséð um,
hvert ullarverð verður í Evrópu, þegar ann-
mörkum þeim, sem nú eru á ullarvinnsl-
unni, verður rutt úr vegi.
Gœrurnar. — Um gærurnar er svipað
að segja og ullina, að þær komast ekki til
þeirra, sem frekast þurfa á þeim að halda,
en utan þess svæðis er erfitt um gæru-
markað eins og sakir standa.
Söluverð á gærum var í fyrra kr. 2,44 fob.
Ástæða er til að ætla, að það verð náist
í þetta sinn, og það er von en engin vissa,
að ef til vill takist að þoka því ögn upp.
Hrossin. — Viðvíkjandi hrossamarkað-
inum er það að segja, að í ýmsum hlutum
Evrópu hefir hrossum fækkað stórkostlega,
en hitt er annað mál, hvort nokkurn tíma
verða möguleikar fyrir hendi til þess að