Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 19

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 19
FÉLAGSTÍÐINDI 19 Af skránni sést þá fyrst og fremst, að Danir grennslast um meðalkaup sumar og vetur eins og við, fyrir bæði menn og konur, og svo flokka þeir fólkiö, ekki aðeins eftir kynferði, heldur og eftir aldri og eftir því, hver aðalhlutverk einstaklingarnir hafa innan heimilisins, en að sjálfsögðu er erfitt að gera grein fyrir því hjá okkur, þar sem sami maðurinn gegnir öllum mögulegum störfum, sem fyrir koma innan heimilis- ins. Við útreikning mánaðarkaupsins hefi ég lagt það vikukaup til grundvallar, sem Hagstofan hefir reiknað með á ýmsum tímum ársins, og margfaldað þetta með 4,3 — eins og Hagstofan gerir — til þess að meta mánaðarkaupið, en það er nauð- synlegt til þess að nota sama mælikvarða og heimildir þær, sem ég hefi fyrir kaup- hæð í Danmörku. Meðalkaupið vor, sumar og haust, eða helminginn af árinu, kalla ég meðaltal sumarsins hér. í Danmörku er sumarið taliö 7 mánuðir, og er samanburð- urinn því ekki alveg fullkominn, ef meta skal árslaunin eftir þessum tölum. Skráin sýnir okkur þá, að við veitum upplýsingar um kauphæð, en gefum aftur á móti ekkert yfirlit viðvíkjandi því, hvort þeir menn, sem fá hið greinda kaup, eru þess verðir eða ekki. En því miður er ástæða til að ætla, að það séu ekki mestu verkmennirnir, sem eftir hafa setið í kapphlaupinu um að komast til bæjanna um undanfarin ár. Ef skráin er skoðuð gaumgæfilega, sýnir hún meira en ég hefi nefnt. Hún sýnir líka — i grófum dráttum — mismuninn á kaup- gjaldinu í dönskum og íslenzkum sveit- um á árinu 1944—45. Kaup vinnumanna í Danmörku hefir verið 131—180 kr. á mánuði að vetrinum, eftir aldri og starfi. Mest hafa fjósamenn- irnir (fóðurmeistararnir) fengið. Af tölum þeim er sýna kauphæð vetrarvistarmanns- ins íslenzka er auðsætt, að kaupið hefur verið sem næst 2ýí> sinnum hærra hér en í Danmörku síðastliðinn vetur. Ef litið er á tölurnar fyrir sumarið, 234— 297 kr. á mánuði í Damprku á móts við meðalkaup kaupamannsins íslenzka, 950 kr., verður þetta 3 y2 sinnum meira en í Danmörku. Því verður ekki langt frá lagi, ef fullyrt er, að íslenzki bóndinn borgi þrisvar sinnum hærra kaup í ár en danski bóndinn. Ef litið er á kaup kvenfólksins verður mismunurinn þó ennþá meiri, því að vetr- arkaup kvenna hefur verið þrisvar sinn- um hærra hér en í Danmörku og sumar- kaupið 5 sinnum hærra. Til samanburðar við verkamenn með tímakaup við landbúnaðarstörf í Dan- mörku hefur Hagstofan okkar engar tölur, enda mun vafasamt, að hægt sé að fá ábyggilegar heimildir, er byggja má á hér í því efni, því að ráðning til landbúnaðar- starfa fyrir tímakaup er óvenjuleg, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi, en þær verða ekki notaðar sem gildandi mæli- kvarði fyrir meðalverð. Verzlunarsamningur Noregs og Danmerkur. í verzlunarsamningum, sem nýlega voru undirskrifaðir milli Danmerkur og Noregs, er meðal annars gert ráð fyrir, að Norð- menn fái 12000 tonn af maltbyggi til öl- gerðar frá Danmörku. Meðal vara þeirra, sem Danir fá frá Noregi eru 1000 tonn síld- armjöl. Skorturinn á próteinríkum fóður- efnum er stöðugt mjög tilfinnanlegur í Danmörku.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.