Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 21
FÉLAGSTÍÐINDI
21
koma íslenzkum hestum á markað í þeim
löndum.
Reynt hefir verið að selja íslenzk hross
víða um Evrópu. Þannig hefir samninga-
nefnd utanríkisráðuneytisins reynt að selja
með milligöngu UNRRA, en það hefir enn-
þá engan árangur borið. Þá hefir S.Í.S.
leitast fyrir um hrossasölu erlendis og hefir
tekizt að selja 200 hross í Danmörku, og
áttu þau að vera komin þangað um mán-
aðamótin sept. okt., en sökum sjómanna-
verkfallsins eru þau enn hér á landi og
vafasamt, að þau komist þangað.
Þess er vert að minnast í sambandi við
sölu íslenzkra vara erlendis, að flutnings-
spursmálið getur orðið erfitt að leysa, ekki
aðeins sökum yfirstandandi verkfalls hér
á landi heldur og vegna skorts á samgöngu-
og flutningatækjum hjá öðrum þjóðum.
í þessu sambandi má minnast á, að
danskir bændur hafa rekið þúsundir bú-
fjár til sláturhúsanna nú fyrir veturinn,
til slátrunar og sölu á enskum markaði,
og í Englandi bíður þjóðin með óþreyju
eftir kjötinu frá Danmörku. En dönsku
bændurnir hafa orðið að fara heim aftur
með heilar hjarðir, því að skortur á kæli-
skipum takmarkar kjötmagn það, sem flutt
verður yfir Norðursjóinn.
Um undanfarna daga og vikur hafa bor-
izt fregnir um yfirvofandi hungur í Köln
og öðrum hlutum Þýzkalands. Þar skortir
mat, en fólkið hefir hvorki efni á að kaupa
né möguleika til þess að ná í matvæli, þó
að þau séu ekki lengra burtu en 100—200
km, eins og t. d. kjötið í Danmörku.
Frá sjónarmiði þeirra, sem eru snauðir
og alls lausir eftir margra ára stríð og
eymd, er það eðlilegt, að markaðsverðið
liggi lágt. Þörfin er aðkallandi, en ekkert
aö bjóða á móti.
Það er því eðlilegt, að hj álparstofnanir
Kjötverðið
Það er víst ekki of mikið sagt, þó að það
sé fullyrt, að um fátt hefir verið rætt und-
anfarnar vikur af meiri móði og hávaða,
bæði í blöðum og manna á milli, en kjöt-
verðið. Hér skal ekki rakin langur vefur
um þetta efni, en aðeins getið nokkurra
staðreynda.
Er kjötið dýrt eða er það ódýrt? -— Því
verður ekki svarað á sanngjarnan hátt
nema eitthvað sé haft til samanburðar.
Sem kunnugt mun vera, er verðið miðað
við framleiðslukostnaðinn. Spurningin er
þá, hvernig sé með framleiðslukostnað og
verð samanborið við það, sem hjá öðrum
þjóðum gerist.
Það lætur nærri, að kaupgjald við land-
búnaðarvinnu sé þrefalt hærra hér en í
Danmörku. — Ef gera skal samanburð á
dönsku og íslenzku lambakjöti og marg-
falda lambakjötsverðið í Danmörku með
þremur, í samræmi við kaupgjaldsmismun-
inn, þá ættu íslenzku bændurnir að fá
12—15 kr. fyrir hvert kg. af lambakjöti.
En þessi samanburður getur ekki staðizt
af þeirri ástæðu, að hér er um aðalfram-
leiðslugrein að ræða, en þar er lambakjöt
nokkurs konar „luksusvara",
Um hitt getur einnig orðið ágreiningur,
hvort réttmætt sé að gera samanburð á
svínakjötsframleiðslu Dana og lambakjöts-
framleiðslu okkar. Sé það réttmætt, og
þær, sem leitast við að bjarga sveltandi
fólki og sjá því fyrir lífsnauðsynjum, stilli
verðinu í hóf. En það sjónarmið samrým-
ist illa hinum íslenzku framleiðsluskilyrð-
um, sem undir ríkjandi ástæðum skapa
sennilega hæsta framleiðsluverð heimsins.