Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 18
18
FÉLAGSTÍÐINDI
ári í tveim hreppum í hverri sýslu landsins.
Á þessum tölum er svo byggður útreikning-
ur á meðalverði vinnukaups, sem íslenzkir
bændur hafa orðið að greiða á þessum ár-
um.
Því miður eru frumdrög þau, sem Hag-
stofan fær til þessara útreikninga of ófull-
komin til þess að sýnd verði sú mynd, sem
æskilegt væri að kynnast, en það er mann-
val það, er stundar landbúnaðarvinnu.
Iieimildirnar, og um leið niðurstöðurnar,
greina aðeins frá kynferði þess fólks, sem
stundað hefir vinnumennsku eða kaupa-
mennsku í sveit, en um aldur þess er ekki
getið. Þó eru gefnar upplýsingar um kaup
unglinga á vissu aldursstigi.
Þá er og gerður greinilegur mismunur á
kaupgjaldi á ýmsum tímum árs. Saman-
borið við upplýsingar um þessi efni hjá
öðrum þjóðum, erum við skammt á veg
komnir, eins og raunar á fleiri sviðum,
þeim, er varða hagsmunaatriði atvinnu-
veganna á líðandi stund.
Þetta er eiginlega eftirtektarvert fyrir-
brigði, einkum þegar þess er minnst, að
við söfnum talsverðu af tölum um eitt og
annað, sem varðar atvinnuvegi okkar, en
flestar þeirra hafa meiri sögulega þýðingu
en raunhæfa. Á þessu sviði er því verkefni
til úrbóta fyrir höndum:
Ýmsar ástæður geta verið því valdandi,
að fólk í öðrum löndum hefir fleiri launa-
stig við landbúnaðarvinnu en við eigum
að venjast. Fer launastiginn alltaf eftir
aldri, kunnáttu og starfshæfni einstakling-
anna.
Til þess að sýna mismun þann, sem er
á upplýsingum um vinnulaunin hjá okkur
annars vegar og Dönum hins vegar fylgir
eftirfarandi yfirlitsskrá:
Mánaðarkaup við landbúnaðarvinnu frá 1. nóv. 1944 til 31 okt. ’45
Veturinn 1944—45: Danmörlc: ísland
Ráðsmaður . . kr. 156
Vinnumaður eldri en 20 ára 147
——- 17 til 20 ára 131 kr. 348
Fjósamaður eldri en 20 ára 180
17 til 20 ára 157
Vinnukona eldri en 18 ára 93 kr. 254
yngri en 18 ára 70
Verkamaður með tímakaup, með fæði . 110- -128 au. á st. ?
— án fæðis .. 130- -142 au. á st. ?
Sumarið 1945
Ráðsmaður .. kr. 293
Vinnumaður eldri en 20 ára 269 vor og haust 817
17 til 20 ára 234 kr. 950
Fjósamaður eldri en 20 ára 297 sumar 1217
17 til 20 ára 253
Vinnukona eldri en 18 ára 110 vor og h. 452 sumar 628
yngri en 18 ára 81 kr. 511
Verkamaður með tímakaup, með og án fæðis: eins og að vetri