Garður - 01.10.1945, Page 28

Garður - 01.10.1945, Page 28
26 GARÐUR um. „Og það sem lakast var af öllu, honum leiddist í Hvamminum“. En Bjartur tvíefldist við hverja raun. Hann hvikar aldrci frá settu marki, allt annað verður að þoka fyrir því, og leiðindi er orð, sem Bjartur þekkir ekki. Ef í móti blæs eða ef Bjartur kemst í einhverja tvísýnu, leitar hann til skáldskaparins. Þá hefur hann „yfir vísur með sjálfum sér, samanbarið rím, aldýr sléttubönd“. Á þetta leggur H. K. L. mikla áherzlu hjá Bjarti, og speglar það mjög merkilegt atriði í þjóðlífi og menningarsögu Islendinga. Þannig hefur skáldskapurinn verið íslend- ingum jólaeldur á öllum öldum, og í honum fékk þjóðin svalað útþrá sinni, óskum og draumum um glæsilegt og stónbrotið líf. Bjartur leitar ekki aðeins til skáldskaparins vegna íþróttarinnar og til að halda hug- anum föstum við eitthvað, hann er honum einnig brýning í sjálfri lífs- baráttunni (sbr. hér að framan og 154). Þetta atriði skýrir Kiljan betur sjálfur: „Trúin á hetjusöguna er það fjöregg, sem þjóðin varðveitti gegnum alla kröm niðurlægingarinnar. Og þó þrettánda öldin hafi selt land og lýð í hendur útlendum herrum, var það sú sama öld, sem gaf oss þetta fjöregg, þennan björgunarfleka, hetjusöguna sem siðferðis- mælikvarða og trúarbrögð. Hefði þessi bæklaða, úrættaða, útþrælkaða, pestriðna hungurþjóð ekki trúað hún væri víkingar, hetjur og dulklædd- ir konungmenn, mundum vér ekki vera sjálfstætt lýðveldi í dag“. (Tímarit Máls og menningar,, III. hefti 1944, bls. 256. II. K. L.). Þann- ig stælir og eílir skáldskapurinn Bjart. En draumlyndi Ólafs dregur mátt úr honum, gerir hann fjarhuga og lingerðan. í Ileiðarbýlinu er Ólafi lýst sem afburða sauðamanni. Þó hugsar hann ekki í ám eins og Bjartur, og þannig velur Ólafur heldur kúna en sex ær, er Egill spyr um kúgildið. Hvað Bjarti hefði verið slíkt víðs fjarri, kemur bezt fram, þegar „konan Itósa“ fer að tala um kú. Ólafi er það aftur mest í mun, að honum sjálfum og Höllu líði sem bezt, en Bjartur leit aftur á kúna sem setta til höfuðs ánum, sem líka varð raunin á, þegar loks tókst að þröngva kúnni upp á hann. Bjartur vill ekki um haustið setja færri ær á en venjulega, þó að kýr hefði bætzt í búið. Það væri að svíkja sína hugsjón, sauðkindina. En er fram á vorið kemur og stórhríð hefur staðið í marga daga, fcr útlitið að verða æði ískyggilegt. „Stríðið um lífsbjörgina stóð þannig milli kýrinnar og ánna, og því fleiri hríðardagar sem bættust við, þeim mun ljósara varð, að hér hlaut annað að bera sigurorð af hinu“. Geigvænleg barátta er

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.