Garður - 01.10.1945, Page 60

Garður - 01.10.1945, Page 60
58 GARÐUR unum, og auðvitað voru hattarnir ekki of góðir til að vera á lofti, en þeir létu fljótt á sjá. Jæja, .þá hafði ég hatt og kápu, reiðbuxur voru ekki svo nauðsynlegar, hægt að nota bara hversdagsbuxurnar og fá sér svo nýjar buxur heima til næsta vetrar. En það var verra með fóta- búnaðinn. Ég hafði átt reiðsokka á mínum fyrstu skólaferðum og þóttu þeir fínir í þá tíð, en óþénlegir voru þeir, ef úrkomur voru miklar. En nú var ekki um reiðsokkana að tala, því að fyrir ári síðan voru þeir orðnir svo gatslitnir, að ég skammaðist mín fyrir þá og skildi þá eftir, eitt sinn er við áðum, við túngarðinn í Vindheimum í Skagafirði. Ég labbaði í öngum mínum til Lárusar skósmiðs, hann hafði ætíð reynzt mér mesti bjargvættur í öllu því, er að skófatnaði mínum laut. Ég kom inn í litlu vinnustofuna hans — mig minnir að það væri í Ingólfs- stræti, þar sat hann með stóru vinnusvuntuna sína og sólaði skó. Hann var vingjarnlegur, að vanda, og spurði hvað hann gæti fyrir mig gert. Ég sagði að ég þyrfti í langfcrð, en hefði ekkert nema götuskóna, sem hann hefði selt mér fyrir tveimur árum. Hann hugsaði sig um litla stund, en sagði svo, að einhvernveginn yrði úr þessu að greiða, tók niður af hillu notuð, en sæmileg reiðstígvél, sem liann kvaðst hafa verið beðinn að selja fyrir dánarbú, en enginn vildi kaupa þau, því að síðasti eigandi hafði slasazt til dauða í þeim. — Lárus sagði, að ég skyldi fá stígvélin fyrir fimm krónur og hann lagði á og mælti um, að þau yrðu mér happasæl. Stígvélin voru mér of lítil, en ég keypti þau samt, af því að þau voru svona ódýr, og hugsaði að ég gæti máske stækkað þau með einhverjum ráðum, og með erfiðismunum komst ég í þau og þá var ég til að fara, ef hestinn hefði ekki vantað. Við Stein- grímur höfðum heyrt nefndan karl, sem Sigui'ður hét og var kallaður „tanngalli“ og að hann ætti hesta, leituðum við hann uppi og föluðum hesta til lcigu í þrjá mánuði. Siggi þessi var mjög einkennilegur, en með því að svo langt er um liðið, ])á þori ég ekki að reyna að lýsa honum. Ilann tók málaleitun okkar ekki fjarri og sagðist hafa hest og hryssu á Kjalarnesi, scm hann gæti máske lánað okkur og væri leigan fyrir hvert þeirra 20 krónuir yfir sumarið. Hrossin væru ung, hefðu aldrei komið í hús, en væru bandvön. Við kváðumst treysta okkur til að temja þau með því að þau gætu naumast verið mjög ólm né baldin, úr því ekki væri um-annað eldi að ræða en sinuna á Ivjalarnesi. Var þetta bundið fastmælum, og er Siggi kom með reiðskjótana daginn eftir,

x

Garður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.