Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 60

Garður - 01.10.1945, Blaðsíða 60
58 GARÐUR unum, og auðvitað voru hattarnir ekki of góðir til að vera á lofti, en þeir létu fljótt á sjá. Jæja, .þá hafði ég hatt og kápu, reiðbuxur voru ekki svo nauðsynlegar, hægt að nota bara hversdagsbuxurnar og fá sér svo nýjar buxur heima til næsta vetrar. En það var verra með fóta- búnaðinn. Ég hafði átt reiðsokka á mínum fyrstu skólaferðum og þóttu þeir fínir í þá tíð, en óþénlegir voru þeir, ef úrkomur voru miklar. En nú var ekki um reiðsokkana að tala, því að fyrir ári síðan voru þeir orðnir svo gatslitnir, að ég skammaðist mín fyrir þá og skildi þá eftir, eitt sinn er við áðum, við túngarðinn í Vindheimum í Skagafirði. Ég labbaði í öngum mínum til Lárusar skósmiðs, hann hafði ætíð reynzt mér mesti bjargvættur í öllu því, er að skófatnaði mínum laut. Ég kom inn í litlu vinnustofuna hans — mig minnir að það væri í Ingólfs- stræti, þar sat hann með stóru vinnusvuntuna sína og sólaði skó. Hann var vingjarnlegur, að vanda, og spurði hvað hann gæti fyrir mig gert. Ég sagði að ég þyrfti í langfcrð, en hefði ekkert nema götuskóna, sem hann hefði selt mér fyrir tveimur árum. Hann hugsaði sig um litla stund, en sagði svo, að einhvernveginn yrði úr þessu að greiða, tók niður af hillu notuð, en sæmileg reiðstígvél, sem liann kvaðst hafa verið beðinn að selja fyrir dánarbú, en enginn vildi kaupa þau, því að síðasti eigandi hafði slasazt til dauða í þeim. — Lárus sagði, að ég skyldi fá stígvélin fyrir fimm krónur og hann lagði á og mælti um, að þau yrðu mér happasæl. Stígvélin voru mér of lítil, en ég keypti þau samt, af því að þau voru svona ódýr, og hugsaði að ég gæti máske stækkað þau með einhverjum ráðum, og með erfiðismunum komst ég í þau og þá var ég til að fara, ef hestinn hefði ekki vantað. Við Stein- grímur höfðum heyrt nefndan karl, sem Sigui'ður hét og var kallaður „tanngalli“ og að hann ætti hesta, leituðum við hann uppi og föluðum hesta til lcigu í þrjá mánuði. Siggi þessi var mjög einkennilegur, en með því að svo langt er um liðið, ])á þori ég ekki að reyna að lýsa honum. Ilann tók málaleitun okkar ekki fjarri og sagðist hafa hest og hryssu á Kjalarnesi, scm hann gæti máske lánað okkur og væri leigan fyrir hvert þeirra 20 krónuir yfir sumarið. Hrossin væru ung, hefðu aldrei komið í hús, en væru bandvön. Við kváðumst treysta okkur til að temja þau með því að þau gætu naumast verið mjög ólm né baldin, úr því ekki væri um-annað eldi að ræða en sinuna á Ivjalarnesi. Var þetta bundið fastmælum, og er Siggi kom með reiðskjótana daginn eftir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Garður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.