Garður - 01.10.1945, Side 76

Garður - 01.10.1945, Side 76
Háskólaþáttur Hér í ritinu mun framvegis !verða skýrt frá félagslífi stúdenta í stuttum þætti. Félagsstarfsemin innan háskólans er ekki ómerk- asti þátturinn í starfi hans. A þeim vettvangi mótast að verulegu leyti félagshyggja margra þeirra, sem síðar eiga eftir að verða forystu- menn á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Þess vegna ætti ekki að vera ófróð- legt að kynnast lítillega því urn- hverfi, þar sem þeir hafa hlotið þetta uppeldi sitt. Innan skólans eru mörg og margs kon-ar félög, bræðrafélag hinna trúuðu, róttækur félagsskap- ur hinna trúlausu, íþróttafélag, taflfélag, lcikfélag og nokkur póli- tísk félög. Pólitísku félögin halda uppi mestri félagsstarfsemi. Á fundum þeirra ber oft margt á góma, og mönnum hleypur kapp í kinn við að rökræða ýrnis mál. í>ó er verulegur munur á þessum um- ræðum og pólitískri starfsemi inn- an skólans og sams konar starf- semi úti á meðal þjóðarinnar. Hér eru flestir óbundnir af hagsmun- um daglegs starfs og veitist því hægara að eiga hugsjónir og ræða málefni frá huglægu sjónarmiði en gert er, þar sem hagsmunabarátt- an er efst á baugi og skapar mönn- um skoðanir. Á hverju hausti fara fram lcosningar til Stúdentaráðs, en það er helzti málsvari stúd- enta. Kosningum þessum svipar til bæjarstjórnarkosninga. Framboðs- fundir eru haldnir, flokkarnir bjóða fram lista, og atkvæðum er smalað. Mörgum mun eflaust finnast, að flest kosningaloforðin og deiluatriðin séu léttvæg, þar sem þau eigi grípa til neinna raun- hæfra framkvæmda, en á vett- vangi háskólapólitíkurinnar er fyrst og fremst barizt um menn og hugtök. Þess vegna verður að dæma hana iit frá því sjónarmiði. I pólitísku félögin skipa menn sér eftir flokkum. Sjálfstæðismenn eru í „Vöku“; félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta“, Framsóknarmenn í „Félagi frjálslyndra stúdenta“, Sósíalistar í „Félagi róttækra stúd- enta“ og Alþýðuflokksmenn í „Al- þýðuflokksfélagi háskólastúdenta“. STÚDENTAARÁÐS- KOSNINGARNAR 1945. Við kosningarnar haustið 1944 komu fram 3 listar, A-listi, sem Félag frjálslyndra og Alþýðu- flokksfélagið studdu. Hlaut hann

x

Garður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garður
https://timarit.is/publication/1925

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.