Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 11

Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 11
SPÆJARAR ÍHVÍTUM SLOPPUM 9 öndunarfærum Mörtu, sem sáust nú greinilega, voru engin merki um sót. Réttariæknirinn hleypir brúnum. I brunatilfelli sem þessu ætti háls fórnarlambsins að vera sótugur að innan og bera merki um reykinn sem manneskjan hafði andað að sér áður en hún dó. Læknirinn flettir holdinu af hálsi Mörtu og horfir athugulum augum á hið brothætta U-laga mál- bein við tunguræturnar. Hann tekur eftir örfínni sprungu og umhverfis hana má greina blóð. Hann lyftir augnalokunum og fínnur merki um blæðingu, eins og hann hafði átt von á. Þetta blóð bendir til þess að mann- eskjan hafi verið kyrkt. Þessu næst rannsakar hann hjartað, magann, lifrina og önnur líffæri. Aðstoðarmaður sagar gat á hauskúp- una með lítilli rafmagnssög. Réttar- læknirinn rannsakar heilann, gáir að blæðingu, æxlum eða einhverju öðru óeðlilegu. Hann finnur ekkert óvenjulegt og engin merki um meiðsli og lætur því aðstoðarmann sinn koma líffærum konunnar fyrir aftur og saumar líkið vandlega saman. Við rannsókn kemur í ljós að alkóhólmagnið í blóði konunnar er 0,02%. Vel getur verið að hún hafí fengið sér í glas en hún hefur verið langt frá því að vera drukkin. Kolmónoxíðmagnið í blóðinu reynist vera 2 % — allt of lítið miðað við það að hún hafi kafnað í reyk. Undir nöglum konunnar finnst skinn af einhverjum sem er í A-blóðflokki. Marta sjálf er í O-flokki. Réttarlæknirinn lítur yfir skýrslurn- ar sem rannsóknarlögreglan hafði tekið saman. Hjá vinum og skyld- mennum Mörtu kom fram að hún var verslunarstjóri og hafði nokkrum dögum áður rekið einn afgreiðslu- manninn, ungan mann sem hafði orð á sér fyrir að vera mikill skapmaður. Maðurinn reykti sígarettur sömu tegundar og þær sem fundust á borð- inu hjá Mörtu. Fólkið sagði rannsóknarlögreglunni ennfremur að Marta Nichols hefði aldrei reykt. Réttarlæknirinn fyllir út dánarvott- orð Mörtu: „Orsök dauða: köfnun — afleiðing kyrkingar. Dauðdagi: manndráp.” Ungi afgreiðslumaðurinn var handtekinn og þegar honum var skýrt frá niðurstöðum rannsóknar réttar- læknisins játaði hann að hafa kyrkt Mörtu og kveikt í sófanum í von um að sannleikurinn myndi dyljast til eilífðar í eldinum. Það hefði líka vel getað átt sér stað ef réttarlæknirinn hefði ekki komið til — þessi einstæða stétt rannsóknarmanna sem finnur lausn á leyndarmálunum með hnífi og rannsóknarglösum, athugulu auga og rannsóknareðli. Hvað, ekki hver Réttarlæknir er læknir sem eyðir fjórum árum að afloknu læknisnám- inu í sjúkdómafræði — eðlilegar afleiðingar sjúkdóma á líkamann — og síðan einu ári til viðbótar í rétt- arlæknisfræðina sjálfa. Sú vísinda-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.