Úrval - 01.04.1983, Page 17
BYRJENDUR OGBYSSUSKOT
15
dreifa á hana miðja þar sem hún er
orðin auð. Verkið er vandasamt. Ef
blöðin á plógnum fara aðeins of
djúpt moka þeir upp mold, ef þau
fara of gmnnt nýtist snjórinn ekki
sem skyldi.
Þeir sópa upp og dreifa snjó í
kortér, hálfu tonni í einu. Þá hætta
þeir til að hleypa hópi skíðamanna
fram hjá — byrjendum sem renna
stuttan spöl, detta, standa upp og
hlæja. Þetta er dásamleg stund, sólin
er sest á bak við fjöllin í suðvestri og
himinninn logar af kvöldroða.
Allt í einu skýst kona með tíkar-
spena í hárinu, klædd grænum stakki
með gulum krossi skíðasveitarinnar, i
fram milli trjánna og stöðvar sig með
fagmannlegri beygju. Hún ráðgast
við mennina á plógunum um leið og
hún fylgist með byrjendunum í
brekkunni fyrir neðan. Hvort sem
þeir gera sér grein fyrir þvi eða ekki
em þeir nú orðnir þreyttir í fótunum
eftir að hafa verið tímum saman á
skíðum. Á þessum tíma dags verða
þrjú af hverjum fimm skíðaslysum.
Taos-skíðaeftirlitið er flokkur
snjallra atvinnumanna, bæði fjalla-
og skíðamanna, sem hlotið hafa
þjálfun I öryggismálum. Konan er í
daglegri eftirlitsferð til þess að ganga
úr skugga um það að enginn verði
eftir I brekkunum um nóttina. Hún
fylgir þessum hópi niður, heldur sig
ofan við hann og er ekkert að flýta
sér. Ef einhver úr hópnum verður
fyrir skakkafalli hefur hún strax sam-
band við skrifstofu eftirlitsins sem
sendir hjálparsveit til aðstoðar. Vegna
svona skipulagningar gengur skíða-
svæðið vel. Fyrirtækið Taos Ski Valley
Corporation var sett á stofn árið 1955
af svissneska skíða- og fjallamannin-
um Ernest Hermann Blake og Albert
Rosen, lækni I Taos. Að vetrarlagi
vinnur 261 starfsmaður hjá fyrir-
tækinu við margs konar störf.
Dulúð fjallsins
Eftirlitskonan rennir sér af stað.
Kveikt er á vinnuljósunum á plógun-
um og þeir fara aftur af stað. Nú er
búið að loka stólalyftunum og hljóðið
í plógunum er það eina sem rýfur
kyrrðina.
í kvöld skiptir þó mestu máli að