Úrval - 01.04.1983, Side 18

Úrval - 01.04.1983, Side 18
16 URVAL skýjabakki er að færast yfir úr vestri. Það eru dökkir bólstrar og ofan þeirra eru hraðfleyg hvít stormský. Hæðin sem hefur verið kyrrstæð yfir Kletta- fjöllum í hálfan mánuð — dag eftir dag hefur verið heiðskírt veður og hlýindi — gæti verið á undanhaldi og þá kæmi kannski langþráður snjór sem veðurfræðingar hafa verið að ræða um. Taosfjall er í landi indíána og þeir hafa talið það heilagt frá forneskju. Reyndar er dulúðin yfir fjallinu næstum þrúgandi og virðingin fyrir því kemur meira að segja fram í tali skíðafólksins. Jean Meyer, fyrrverandi franskur skíðakappi, eigandi og stjórnandi St. Bernhard hótelsins í Taos, segir: „Fjallið er faliegt og heldur slnu — við höfum ekki breytt því með vélum okkar. Slóðirnar fylgja landslaginu eðlilega og eru í takt við brekkurnar. Hæðir og dældir eru látnar halda sér. Náttúra eða eðli fjallsins er eins og í upphafi. ’ ’ I kvöld bíða Blake og vinnu- hóparnir í von um snjókomu en á meðan er ákveðið að setja í gang snjó- vélarnar tvær sem til eru í dalnum. Þessar vélar eru færanlegir, hraðgeng- ir blásarar sem dreifa vatnsúða með miklum þrýstingi. Ef frost er meira en fjórar gráður frjósa droparnir og verða að hrúgum af tilbúnum snjó sem plógarnir geta dreift um svæði sem orðin eru illilega auð. Um áttaleytið er Wheeler- tindurinn, sem er yfir 4000 metra hár og tæplega 5 km í burtu til suðausturs, horfinn í kófið. Kevin Beardsley, yfirmaður skíðaeftirlitsins, fer þá að leiða hugann að snjó- flóðum. Á tveimur undanförnum árum hafa tveir skíðamenn farist í snjóflóðum hér í fjöllunum. í nótt myndi mikii snjókoma skilja eftir sig þykkt lag af lausamjöll ofan á hjarn- inu í bröttum hlíðunum. Nokkrum klukkustundum eftir að byrjaði að snjóa yrði hætta á flóðum. Dúndrað á fjöllin Við slíkar aðstæður er venjan að loka neðstu brekkunum og framkalla snjóflóð af mannavöldum áður en of mikill snjór nær að safnast fyrir. Til þessa hefur 105 mm fallbyssu verið komið fyrir undir neðstu hlíðunum. Þaðan er hægt að skjóta á brúnir og tinda í kring og þá eru skotin látin dynja á fjallinu þangað til snjórinn losnar og kemur æðandi niður í gegnum skóginn. Þegar ekki er hægt að ná til snjóflóðasvæða með skotum fer eftirlitsmaður á skíðum að brún svæðisins og kastar einu kílói af sprengiefni í snjóinn. Um það bil 3000 svona handsprengjur eru notaðar á hverju ári. Út um eldhúsgluggann sinn sér Beardsley ljósin í skíðaþorpinu ofar í brekkunni. Þetta er eftir kvöldmat og gestirnir eru 1 gönguferð í köldu fjallaloftinu. Honum er ljóst að margir hinna nýkomnu eru ekki sér- staklega vel á sig komnir líkamlega og verða andstuttir í 11.000 feta hæð yfir sjávarmáli. En á morgun verða þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.