Úrval - 01.04.1983, Side 19
BYRJENDUR OGBYSSUSKOT
17
allir úti í brekkunum, hvort sem þeir
kunna mikið eða lítið á skíðum, og
Beardsley veit að öryggi þeirra byggist
að minnsta kosti að hluta til á dóm-
greind og hæfni eftirlitssveita hans.
Rétt eftir miðnætti fer að snjóa
dálítið. Snjórinn er þurr og fíngerður,
næstum því eins og úði í logninu og
myrkrinu. Framkvæmdastjóri svæðis-
ins, George Hatch, ákveður þá að
kalla plógana heim, fylla tankana og
senda mennina heim að sofa.
Klukkan tvö um nóttina kallar hann
út hina vaktina til þess að byrja
klukkan fjögur.
Nákvæmlega á slaginu bruna þeir
af stað aftur. í þetta sinn eiga þeir að
vera tilbúnir til að dreifa snjónum
sem rennur niður hlíðarnar þegar
snjósprengingarnar byrja í dögun.
Sonur Ernies Blakes, Mickey, erfram-
Snjðflóði komið af stað með fall-
byssuskoti.
kvæmdastjóri í dalnum og hann
kallar lyftustjórana út fyrr en venju-
lega til þess að Beardsley, ásamt 17
manns úr eftirlitinu, komist upp
fjailið. Hann er búinn að ganga úr
skugga um það að búið sé að moka og
bera sánd á veginn inn á skíðasvæðið.
Auk 1500 til 2000 manna, sem gert er
ráð fyrir að komi í dagsferð á sklði úr
bænum, er von á matvælum til skíða-
skála og veitingahúsa.
í dögun er komið 10 sm lag af
nýföllnum snjó í fjaliið. Eftirlitið er
að skjóta og sprengja þar sem hætta er
á flóðum.
Nýjar brautir í snjóinn
Eftirlitsfólk, sem ekki er að vinna
við sprengingarnar, er að skoða skíða-