Úrval - 01.04.1983, Side 20

Úrval - 01.04.1983, Side 20
18 ÚRVAL slóðirnar. Ákveða þarf hvar þurfi að loka vegna þess að snjórinn er of mikill (hætta á snjóflóðum) eða of lítill (þá standa nibbur og steinar upp úr). Alltaf eru til skíðamenn sem ekki sinna merkingum um lokun og þegar þeir verða fyrir slysum í lokuðum brekkum setja þeir eftirlitsmennina, sem þurfa að sækja þá, í hættu. Beardsley vill ólmur ljúka vinnunni við tilbúnu snjóflóðin og koma fólki sínu fyrir á víð og dreif um fjallið svo það geti komið í veg fyrir að kærulausir skíðamenn verði til vand- ræða. Það er glatt á hjalla niðri í þorpinu, þar eru næstum því ærsl. Rúmlega 750 gestir komast fyrir í skíðaskálum í sjálfum brekkunum og þeir eru að flýta sér að borða morgunmatinn. Fyrsta aðkomufólkið úr bænum er farið að streyma inn á bílastæðin. Fátt af þessu fólki hefur nokkra hugmynd um allt það starf sem unnið hefur verið í fjallinu um nóttina til að undirbúa komu þess. Sumum finnst 16 dala gjald í lyftuna of hátt en flýta sér samt að borga og koma sér á skíðin og fara að troða slóðir í nýjan snjó- inn. Lyfturnar eru opnaðar klukkan níu. Stuttu síðar hittast hópar í skíða- kennslunni og leggja af stað hver á sitt svæði. Um hádegið er hætt að snjóa, jafnfallinn snjór er þá orðinn upp undir 20 sm. Það er orðið hlýtt og himinninn er heiðblár yfir silfur- hvítum fjöllunum. Um morguninn hefur fjöldi slysa verið í meðallagi. I sjúkraskýlinu eru þrjú rúm og hjúkrunarkonan Pam Garrison er búin að binda um tognað hné, snúinn úlnlið og sár á fæti sem varð þegar skíðamaðurinn datt og stálkantur skíðisins, sem enn var fast á hinum fætinum, skaust inn í fót- inn. Nú kallar eftirlitsmaður í talstöð- ina: „Þetta er vont,” segirhann. ,,Verið þið tilbúin.” Hjá Pam þýðir ,,vont” slys á hrygg eða höfði en Beardsley grípur fram í: ,,Þetta er á fæti. Hann er kominn á sleðann. Við verðum komnir með hann eftir tíu mínútur. ’ ’ Pam dregur andann léttar. ,,Á fæti” er að vísu alveg nógu slæmt. Það er brot á sköflungi eða dálki, nema hvort tveggja sé, rétt fyrir ofan skíðaskóinn, en það er þó að minnsta kosti hvorki meiðsli á hrygg né höfuð- kúpubrot. Beardsley og menn hans tveir renna sleðanum upp að sjúkraskýlinu og bera slasaða manninn inn. Allt starfsfólk eftiriitsins hefur fengið kennslu í hjálp í viðlögum og vegna mikillar reynslu sinnar í skíða- brekkunum veit það meira um bein- brot en margir læknar. Pam deyflr sjúklinginn og vefur utan um hann teppi og sér svo um að stór bíll fari með hann á sjúkrahús niðri í bænum. Það er ekki þörf á sjúkrabíl. Eftir hádegi er dagurinn þegar orðinn einn af þeim sem skíðamenn minnast lengi. Það er búið að troða flestar slóðirnar, það er hægur and- vari, alveg heiður himinn og rétt nógu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.