Úrval - 01.04.1983, Side 20
18
ÚRVAL
slóðirnar. Ákveða þarf hvar þurfi að
loka vegna þess að snjórinn er of
mikill (hætta á snjóflóðum) eða of
lítill (þá standa nibbur og steinar upp
úr). Alltaf eru til skíðamenn sem ekki
sinna merkingum um lokun og þegar
þeir verða fyrir slysum í lokuðum
brekkum setja þeir eftirlitsmennina,
sem þurfa að sækja þá, í hættu.
Beardsley vill ólmur ljúka vinnunni
við tilbúnu snjóflóðin og koma fólki
sínu fyrir á víð og dreif um fjallið svo
það geti komið í veg fyrir að
kærulausir skíðamenn verði til vand-
ræða.
Það er glatt á hjalla niðri í þorpinu,
þar eru næstum því ærsl. Rúmlega
750 gestir komast fyrir í skíðaskálum í
sjálfum brekkunum og þeir eru að
flýta sér að borða morgunmatinn.
Fyrsta aðkomufólkið úr bænum er
farið að streyma inn á bílastæðin. Fátt
af þessu fólki hefur nokkra hugmynd
um allt það starf sem unnið hefur
verið í fjallinu um nóttina til að
undirbúa komu þess. Sumum finnst
16 dala gjald í lyftuna of hátt en flýta
sér samt að borga og koma sér á skíðin
og fara að troða slóðir í nýjan snjó-
inn.
Lyfturnar eru opnaðar klukkan
níu. Stuttu síðar hittast hópar í skíða-
kennslunni og leggja af stað hver á
sitt svæði. Um hádegið er hætt að
snjóa, jafnfallinn snjór er þá orðinn
upp undir 20 sm. Það er orðið hlýtt
og himinninn er heiðblár yfir silfur-
hvítum fjöllunum.
Um morguninn hefur fjöldi slysa
verið í meðallagi. I sjúkraskýlinu eru
þrjú rúm og hjúkrunarkonan Pam
Garrison er búin að binda um tognað
hné, snúinn úlnlið og sár á fæti sem
varð þegar skíðamaðurinn datt og
stálkantur skíðisins, sem enn var fast
á hinum fætinum, skaust inn í fót-
inn. Nú kallar eftirlitsmaður í talstöð-
ina: „Þetta er vont,” segirhann. ,,Verið
þið tilbúin.”
Hjá Pam þýðir ,,vont” slys á hrygg
eða höfði en Beardsley grípur fram í:
,,Þetta er á fæti. Hann er kominn á
sleðann. Við verðum komnir með
hann eftir tíu mínútur. ’ ’
Pam dregur andann léttar. ,,Á
fæti” er að vísu alveg nógu slæmt.
Það er brot á sköflungi eða dálki,
nema hvort tveggja sé, rétt fyrir ofan
skíðaskóinn, en það er þó að minnsta
kosti hvorki meiðsli á hrygg né höfuð-
kúpubrot.
Beardsley og menn hans tveir
renna sleðanum upp að sjúkraskýlinu
og bera slasaða manninn inn. Allt
starfsfólk eftiriitsins hefur fengið
kennslu í hjálp í viðlögum og vegna
mikillar reynslu sinnar í skíða-
brekkunum veit það meira um bein-
brot en margir læknar. Pam deyflr
sjúklinginn og vefur utan um hann
teppi og sér svo um að stór bíll fari
með hann á sjúkrahús niðri í bænum.
Það er ekki þörf á sjúkrabíl.
Eftir hádegi er dagurinn þegar
orðinn einn af þeim sem skíðamenn
minnast lengi. Það er búið að troða
flestar slóðirnar, það er hægur and-
vari, alveg heiður himinn og rétt nógu