Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 27
HANNKAFAR ÍSÖGUNA
25
Undir þrýstingi
„Mestan hluta tímans er hafs-
botninn alþakinn grjóti og sjávar-
gróðri sem mennirnir verða að ýta frá
sér. Meira að segja á 10 metra dýpi
berja öldurnar mann rétt eins og væru
þær stórar trjágreinar í vindi og þeyta
sandinum framan í mann. Þú getur
ekki hreyft þig, þú sérð ekkert og
finnst eins og þú sért að tapa glór-
unni!”
Dag eftir dag raka, grafa og ýta
kafararnir í burtu tonnum af mergli
og grafa breiðar brautir á hafsbotni.
„Skipsflök hafa oft grafist langt niður
í botnlögin og er þá nauðsynlegt að
nota sérstök tæki við uppgröftinn.
Mikill þrýstingur myndast frá loft-
dælunum sem notaðar eru. Mölin
flýgur um allt, steinar kastast til; á
þennan hátt er hægt að flytja til heil
fjöll. Stundum notum við neðan-
sjávarsugu, eins konar ryksugu.”
Þegar komið er niður á bera kletta
fara kafararnir að kanna nákvæmlega
sprungur og holur og sigta sand, möl
og skeljar milli fingra sér.
Oft finnast mjög vel varðveittir
hlutir grafnir í byssupúður sem er
orðið eins og steinsteypa, eða þá í
ryðklumpum, kalksteinslögum eða
skelja- og sandlögum. ,,Við drögum
þessa steinrunnu klumpa um borð í
skip,” segir Sténuit, ,,og síðan
brjótum við þá sundur af mikilli var-
færni. Það er eins og út úr þeim hafl
verið töfraðir dúkatar, pjáturkrúsir,
leðurþvengir, silfurskeiðar, kerta-
stjakar — allt sem hægt er að hugsa
sér að komið geti úr flaki skipsins.
Sténuit hefur dregið fram í dags-
ljósið sitt hvað af spjöldum sögunnar.
Úr Lastdrager, elsta hollenska Austur-
Indíafars-flakinu sem fundist hefur í
hafí við Evrópu, komu 85 sjaldgæf
siglingatæki. Meðal þess sem fannst
var hluti úr stjörnumiðunartæki,
svipuðu sextantinum sem menn
þekkja. Þessa sjaldgæfa tækis er
hvergi getið f nútíma siglingasögu.
Þetta stórmerkilega brot úr tækinu er
nú í Siglingasafninu í Amsterdam.
Þá fundust áður óþekktar sprengi-
kúlur í flaki Evstafii, rússneskrar frei-
gátu sem sökk undan Hjaltlandseyj-
um árið 1780. Þetta var leynivopn
sem sprengjufræðingar nútímans
höfðu aldrei augum litið. Eina vitn-
eskjan sem menn höfðu um kúlurnar
var frásögn fransks diplómats sem
dvaldist í St. Pétursborg á átjándu
öld.
Úr flaki Lastdrager kom haf-forn-
leifafræðingurinn einnig með dular-
fullan hlut sem líktist helst hluta af
hauskúpusög. Þessi fundur staðfesti
að skipslæknarnir á sautjándu öld
gerðu heilaaðgerðir.
Lög um eignarrétt yfir skipum sem
sokkið hafa fyrir langa löngu eru
margbreytileg eftir því í hvaða landi
er. Sténuit fær ævinlega fullt leyfi
yfirvalda eða eigenda, ef einhverjir
eru, til þess að hefja rannsóknirnar
eða björgunarstörf áður en hann hefst
handa. f Bretlandi gilda þær reglur að
eigendum eða afkomendum þeirra,