Úrval - 01.04.1983, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
halda í tilefni af hundrað ára afmæli
Bandaríkjanna 1876. I sex vikur
stjórnaði Offenbach hljómsveitum í
troðfullum leikhúsum þrátt fyrir að
hann væri þjáður maður. Velgengnin
varð honum mikil hvöt og hann sneri
aftur til Frakklands og samdi tvær
snjallar óperettur í viðbót, Madame
Favart og La Fille du Tambour-Major.
Þótt Offenbach hefði náð langt í
óperettunum var hann fastákveðinn í
að láta taka mark á sér sem „alvar-
legu” tónskáldi. Heilsuleysi hans
ágerðist en hann vann rúmiiggjandi
að því að fullgera óperu, Ævintýri
Hoffmanns. Það var kapphiaup við
dauðann. Hann hafði aðeins lokið við
að semja verkið fyrir píanó ásamt
smávegis af hijómsveitarútsetningu 4.
október 1880. Allt 1 einu fékk hann
hóstakast þar sem hann var með
handritið í höndunum. „Éghugsaað
þessu ljúki í kvöld,” hvíslaði hann tii
fjölskyldu sinnar.
Næsta morgun kom gamanleikar-
inn Léonce, aðalleikarinn í Orfeusi,
til þess að heimsækja hann.
„Monsieur Offenbach er dáinn,”
sagði húsvörðurinn. ,,Hann dó átaka-
laust, án þess að vita af því. ”
,,Jæja,” svaraði Léonce alvarlegur,
,,en hvað hann verður hissa þegar
hann fréttir það! ”
Svarið gæti verið beint úr einhverri
óperettu Offenbachs. Það var graf-
skrift mjög við hæfi. ★
I smáhléi, sem nektarfyrirsætur fá alltaf við og við er þær sitja fyrir,
brá nektarfyrirsætan Mimi sér til prófessorsins og spurði hvort launa-
ávxsunin hennar gæti ekki orðið dálítið snemma tilbúin svo að hún
næði að leysa hana út í tíma. Hann sótti ávísunina og Mimi kallaði:
,,Merci. ” Svo þaut hún af stað eins og hún var, í skikkjunefnu sem
hún hélt saman að framan með annarri hendinni, en hélt á ávísun-
inni í hinni.
Prófessorinn sá að ómögulegt var að leyfa stúlkunni að fara þannig
til fara svo að hann þaut á eftir henni í hendingskasti. Nokkrum and-
artökum síðar kom hann aftur, andstuttur og rjóður.
, ,Hvað skeði? ’ ’ spurðu nemendurnir sem einn maður.
, Ja, ég áttaði mig á því allt í einu að það var eitt enn verra en að
hafa þessa hálfnöktu stúlku hlaupandi um skólalóðina: að hafa æstan
prófessor á hælunum á henni hrópandi: ,,Mimi, Mimi, komdu,
komdu!” ”
O.K.