Úrval - 01.04.1983, Page 38
36
vona að ágerist þessi óttalegi sjúk-
dómur muni lækningarundur bjarga
manni.
Árangur, sem náðst hefur í barátt-
unni gegn krabbameini, er einmitt
fyrst og fremst að þakka skjótri
sjúkdómsgreiningu! Það eru engar
mikilvægar ástæður til þess að hafna
þessari aðferð sem hefur sannað ágæti
sitt. Það er rétt að ekki er auðvelt að
greina krabbamein á frumstigi. En er
þetta nægileg ástæða til þess að draga
úr krabbameinsleit? Þvert á móti:
greiningaraðferðir þarf að fullkomna
og það þarf að koma í veg fyrir að
æxli komist á alvarlegt stig. Við lítum
ekki svo á að erflðleikarnir samfara
þessu séu óyfirstíganlegir.
Staðreyndir sýna eftirfarandi: Ef
skurðaðgerð er gerð áður en æxlið
hefur breiðst út fyrir slímhimnu mag-
ans er lækning 100% örugg. Ef
himnan undir slímhimnunni hefur
sýkst er lækning möguleg í 93% til-
fellum. Ef æxlið hefur náð til vefja-
laganna minnkar það batahorfurnar
niður í 70% og sé allur magaveggur-
inn sýktur eru það aðeins 20%
sjúklinganna sem bjargast.
Hverjar eru forsendur þess að læra
að greina og lækna krabbamein á
frumstigi? í fyrsta lagi gefur
sjúkdómurinn sjálfur okkur tíma. Sú
hugmynd að krabbamein þróist skjótt
var byggð á athugunum á sjúklingum
með æxli er höfðu náð verulegri stærð
áður en þau uppgötvuðust. Nú hefur
það komið í ljós að tímabilið meðan
sjúkdómurinn leynist, þegar æxlið
hegðar sér tiltölulega rólega og á
meðan skurðaðgerð getur almennt
séð gefið bestan árangur, samsvarar
þrem fjórðu af útbreiðslutíma
krabbameins og varir frá fjórum og
upp í 12 ár eða jafnvel lengur.
Tveir sovéskir prófessorar, G.
Abelev ogj. Tatarinov, hafa fundið
upp einfalda rannsóknarstofutiiraun
sem hjálpar til þess að finna sum
afbrigði krabbameins í lifur á
byrjunarstigi. I Sovétríkjunum er
lungnakrabbi greindur á frumstigi
með röntgenmyndatöku. Jafnvel
magann er nú hægt að rannsaka
gaumgæfilega með hjálp nútíma
magasjár. Vísindamenn vinna nú að
því að finna einfaldari og öruggari
greiningaraðferðir en þær sem nú eru
notaðar. Þó mun ein hindrun haldast
til frambúðar: Mjög oft sjást engin
merki um tilvist æxlis á meðan hag-
kvæmast er að fjarlægja það. Viðkom-
andi líður vel og gengur ekki til
læknis. Eina lausnin er fyrirbyggjandi
rannsókn.
En ætti öll þjóðin að gangast reglu-
lega undir krabbameinsrannsókn
myndi sú gífurlega fyrirhöfn þó bera
hverfandi lítinn árangur. Þegar allt
kemur til alls eru iilkynjuð æxli sjald-
gæf. Tölfræðilegar upplýsingar sýna
að í til dæmis Sovétríkjunum finnast
þau að meðaltali hjá tveimur mönn-
um af hverjum 1000. Af því leiðir að
læknar ættu að velja úr þá hópa
íbúanna sem er sérstaklega hætt við:
krab.bameini.
I þessum hópi er fólk sem komið er