Úrval - 01.04.1983, Page 44
ÚRVAL
42
mönnunum út af glæpabrautinni.
,,Það er fullvissan um hegningu sem
heldur mönnum frá því að fremja
afbrot, miklu fremur en það hversu
þungir dómarnir eru,” segir glæpa-
fræðingurinn Marvin E. Wolfgang
við Pennsylvania-háskóla en hann er
mjög þekktur maður á sínu sviði.
,,Dómstólarnir auka vissu manna um
hegningu. ★
Þekktur leikari hringdi til leikhússtjórans skömmu áður en sýning
átti að hefjast og sagði:
,,Ég get því miður ekki komið í kvöld, ég er svo óttalegaslæmur.”
,,Komdu samt,” svaraði leikhússtjórinn.
, Já, en ég er svo voðalega slæmur.
,,Þú verður að koma. ”
,, Alveg sama þótt ég sé svona veikur?
„Veikur? Þú sagðir það aldrei. En slæmur hefurðu alltaf verið. ”
,,Ef þú vilt ekki giftast mér, Jóna, þá hendi ég mér fyrir fimmlest-
ina.”
„Lofaðu mér að hugsa mig svolítið um. Þú getur alltaf náð átta-
lestinni.”
Emma gamla frænka fékk ginflösku í afmælisgjöf.
,,Er þetta ekki voðalega sterkt?” spurði hún ungan frænda sinn.
,,Góða frænka,” svaraði hann. ,,Ef þú hellir nokkrum glösum af
þessu í gullfiskabúrið stökkva fískarnir upp úr því og elta köttinn út
um allt.”
Nýliði i hernum: ,,Ég fæ alltaf hræðilegan hjartslátt þegar ég þarf
að hlaupa upp stiga, læknir.
Herlæknirinn: ,,Það skiptir ekki máli. Flestar styrjaldir eru háðar á
jafnsléttu.”
Hafirðu bara hitt karlmann í fylgd eiginkonu sinnar hefurðu ekki
fengið tækifæri til að kynnast honum.
Svartsýnismaður fagnar alltaf slæmum fréttum.
Ef ekki væru til hundar færi sumt fólk aldrei í gönguferðir.
Sígild tónlist er tónlist án orða en nútíma tónlist er tónlist án tón-
listar.