Úrval - 01.04.1983, Page 47
\f
þessir eiginleikar mikla þýðingu fyrir
allar athafnir, burtséð frá íþróttum.
Munurinn á sálrænu yfirbragði
rétthentra og örvhentra á sér dýpri
rætur í því sem kallað er starfsleg
ósamsvörun heilans.
Stjórn hægri helmings líkamans er
samsöfnuð í vinstri helmingi heilans
og öfugt. Helmingar heilans eru
algerlega samsvarandi hvor öðrum og
nálega ógerningur að greina
byggingarlegan mun þeirra. Þrátt
fyrir það komust menn að raun um
það þegar á 19. öld að starfsemi
þeirra væri mismunandi. Þá strax
veittu læknar, sem stunduðu
sjúklinga er þjáðust af óreglulegri
starfsemi vinstra helmings heilans,
því athygli að hún leiddi til mál-
truflana og að það var vinstri
helmingur heilans sem var ábyrgur
fyrir andlegri og sálrænni starfsemi
mannsins. Með tilliti til þýðingar
málsins 1 mannlegu lífi virðist niður-
staðan ótvíræð. Vinstri helmingurinn
var álitinn ríkjandi. Og þar af
45
leiðandi var hægri helmingur heilans
,,virtur að vettugi” af vísindunum í
nálega öld. Það var fyrst á síðustu ára-
tugum að ný atriði komu fram sem
leiddu í ijós sérstakt hlutverk hans.
Það kom í ljós að hægri heilahelming-
urinn var sérstaklega mikilvægur í
sambandi við rúmskynjun, skynræn
áhrif og ímyndun.
Á að kenna örvhentum
börnum að nota hægri höndina?
Margir hafa reynt þá erfiðleika og
kvöl sem því fylgir að kenna
örvhentum börnum að nota hægri
höndina. Það veldur oft varanlegri
streitu sem hefur skaðleg áhrif á
heilsu barnsins. Hóflausar tilraunir
foreldra og kennara til þess að venja
böm með valdi af því að nota vinstri
höndina, sérstaklega ef þessum
tilraunum fylgja óháttvísar athuga-
semdir eða jafnvel refsingar, geta leitt
til sálrænnar streitu sem aftur leiðir
til óæskilegra persónulegra breytinga.