Úrval - 01.04.1983, Síða 54
52
URVAL
Ef við trúum spám íþróttasérfrceðinga fyrir árið 2000 þá
ættu hástökkvarar að stökkva 2,50 m og stangarstökkvar-
ar að svífa yfir 6,60 m á því herrans án. Hér er einnig
afrekaspá fyrir leikana í Los Angeles á næsta án.
r *
ÍÞRÖTTAMET
FRAMTÍÐARINNAR
— Útdráttur úr Fizkultura I Sport og Trud —
ÍÞR Ó TTAMET FRAMTÍÐARINNAR
53
FYRIR ólympíuleikana í
Moskvu birtu íþróttablöð
spádóma um árangur
sigurvegara á leikunum.
Þegar keppninni lauk
kom í' Ijós að í íþróttagreinum, þar
sem unnt er að mæla árangurinn
nákvæmlega, reyndust spárnar í
meginatriðum réttar.
Spáð var nýju heimsmeti, 2,36 m, í
hástökki. Og það var einmitt sú hæð
sem sigurvegarinn, Gerd Wessig frá
Vestur-Þýskalandi, stökk. I stangar-
stökki settu spárnar markið við 5,80
m og Pólverjinn W. Kozakiewicz var
aðeins 2 cm frá því. Spáð var tíman-
um 54.79 sek. í 100 m sundi kvenna,
frjálsri aðferð. B. Krause, Austur-
Þýskalandi, kom I mark alveg á sek-
úndubrotinu, ef svo má orða það.
Spámar reyndust réttar í mörgum
fleiri tilvikum.
Þeir sem eiga heiðurinn af þessu
ern sérfræðingar deildar til rann-
sóknar á íþróttaárangri sem sett var á
fót fyrir um 10 árum við Alríkis-lík-
amsræktarrannsóknarstofnunina í
Moskvu.
,,Ég er þess fullviss,” segir yfir-
maður deildarinnar, Gennadi Semjo-
nov, doktor r líffræði, ,,að við
verðum að gera okkur grein fyrir að
hvaða framtíðarárangri við eigum að
stefna þegar við erum að þjálfa kepp-
endur á heimsmælikvarða. Ef við
miðum við hið áætlaða mark getum
við ekki aðeins gert raunhæfa áætlun
um millitíma fyrir viðkomandi
íþróttamenn heldur og valið okkur