Úrval - 01.04.1983, Side 64
62
ÚRVAL
Þetta tveggja tonna geimfar komst á
braut í 571 kílómetra fjarlægð frá
jörðinni og sneri síðan athugulum
,,augum” sínum í átt að sólinni í
148,8 milljón kílómetra fjarlægð. I
tíu mánuði sendu fimrn tölvur geim-
farsins stöðugar upplýsingar til jarðar-
innar og þar tók hópur 100 vísinda-
manna við upplýsingunum og dró af
þeim sínar ályktanir. Vísinda-
mennirnir voru frá fjölmörgum þjóð-
um heims.
Þá var það 4. apríl 1980 að Solar
Max sendi upplýsingar um að orka
sólarinnar hefði minnkað og um leið
var fengin sönnun fyrir því að stöðug-
leiki sólarinnar, sem menn höfðu trú-
að svo lengi á, var ekki raunveruleg-
ur.
Þessar uppgötvanir komu stjarn-
eðlisfræðingnum Jack Eddy ekki á
óvart en hann starfar hjá National
Centre for Atomspheric Research í
Colorado. Fjórum árum áður hafði
hann fundið sögulegar sannanir þess
að sólarljósið er flöktandi og breyti-
legt. Eddy hafði verið að rannsaka
frásagnir um sólbletti sem stjarn-
fræðingar höfðu skrifað hjá sér allt frá
því Galileo gerði sínar uppgötvanir.
E. Walter Mauder í Royal Greenwich
Observatory í London hafði þegar
upp úr 1890 veitt athygli undarlegu
„munstri”, ef svo má segja, í þessum
frásögnum. Sólblettirnir virtust næst-
um hafa horfið á árunum 1645 til
1715.
Fáir stjarnfræðingar höfðu tekið
staðhæfingar Mauders alvarlega. En
nú, um 80 árum síðar, fór Eddy að
rannsaka þetta „Mauder-lágmark”
og lagði fram sannanir til staðfesting-
ar því að sólin hreinsaði sig af nær öll-
um sólblettum í 70 ár. Eddy komst
einnig að raun um að stjarnfræðingar
í Kína höfðu sagt frá þessu 70 ára sól-
blettaleysi sólarinnar. Skýrslur frá
Norðurlöndunum gáfu til kynna að
minna bar á norðurljósum á árunum
milli 1645 og 1715.
Karbon 14 í árhringum trjáa sann-
aði þetta enn betur. Þegar sólblettir
eru margir eykst sólarvindurinn og
ber geimgeisla í burtu frá sólkerfinu.
Karbon 14 ísótóparnir, sem myndast
þegar kolefnisatóm rekast á geim-
geisla, verða því sjaldgæfari og þetta
kemur fram í vexti plantna. Tré bæta
einum árhring við stofninn á hverju
ári — og til eru tré sem eru yfir 5000
ára gömul — og þau segja okkur
hversu mikið karbon 14 hefur verið í
loftinu endur fyrir löngu.
Rannsóknir á árhringum trjánna
virtust staðfesta að það sem Mauder
hafði haldið fram væri rétt. Karbon
14-markið var óvenjulega hátt á árun-
um milli 1645 og 1715. Það benti aft-
ur til þess að sólblettum hefði fækkað
verulega á þessu sama tímabili. Eddy
brá mjög við þessar uppgötvanir
vegna þess að fækkunin stöðvaðist
ekki við lágmark Mauders. Rannsókn-
irnar á karbon 14 leiddu í ljós að áður
hafði dregið verulega úr sólblettun-
um og þá á árunum milii 1400 og
1510. Þegar Eddy leitaði lengra aftur
fann hann sólbletta-hámark sem