Úrval - 01.04.1983, Side 64

Úrval - 01.04.1983, Side 64
62 ÚRVAL Þetta tveggja tonna geimfar komst á braut í 571 kílómetra fjarlægð frá jörðinni og sneri síðan athugulum ,,augum” sínum í átt að sólinni í 148,8 milljón kílómetra fjarlægð. I tíu mánuði sendu fimrn tölvur geim- farsins stöðugar upplýsingar til jarðar- innar og þar tók hópur 100 vísinda- manna við upplýsingunum og dró af þeim sínar ályktanir. Vísinda- mennirnir voru frá fjölmörgum þjóð- um heims. Þá var það 4. apríl 1980 að Solar Max sendi upplýsingar um að orka sólarinnar hefði minnkað og um leið var fengin sönnun fyrir því að stöðug- leiki sólarinnar, sem menn höfðu trú- að svo lengi á, var ekki raunveruleg- ur. Þessar uppgötvanir komu stjarn- eðlisfræðingnum Jack Eddy ekki á óvart en hann starfar hjá National Centre for Atomspheric Research í Colorado. Fjórum árum áður hafði hann fundið sögulegar sannanir þess að sólarljósið er flöktandi og breyti- legt. Eddy hafði verið að rannsaka frásagnir um sólbletti sem stjarn- fræðingar höfðu skrifað hjá sér allt frá því Galileo gerði sínar uppgötvanir. E. Walter Mauder í Royal Greenwich Observatory í London hafði þegar upp úr 1890 veitt athygli undarlegu „munstri”, ef svo má segja, í þessum frásögnum. Sólblettirnir virtust næst- um hafa horfið á árunum 1645 til 1715. Fáir stjarnfræðingar höfðu tekið staðhæfingar Mauders alvarlega. En nú, um 80 árum síðar, fór Eddy að rannsaka þetta „Mauder-lágmark” og lagði fram sannanir til staðfesting- ar því að sólin hreinsaði sig af nær öll- um sólblettum í 70 ár. Eddy komst einnig að raun um að stjarnfræðingar í Kína höfðu sagt frá þessu 70 ára sól- blettaleysi sólarinnar. Skýrslur frá Norðurlöndunum gáfu til kynna að minna bar á norðurljósum á árunum milli 1645 og 1715. Karbon 14 í árhringum trjáa sann- aði þetta enn betur. Þegar sólblettir eru margir eykst sólarvindurinn og ber geimgeisla í burtu frá sólkerfinu. Karbon 14 ísótóparnir, sem myndast þegar kolefnisatóm rekast á geim- geisla, verða því sjaldgæfari og þetta kemur fram í vexti plantna. Tré bæta einum árhring við stofninn á hverju ári — og til eru tré sem eru yfir 5000 ára gömul — og þau segja okkur hversu mikið karbon 14 hefur verið í loftinu endur fyrir löngu. Rannsóknir á árhringum trjánna virtust staðfesta að það sem Mauder hafði haldið fram væri rétt. Karbon 14-markið var óvenjulega hátt á árun- um milli 1645 og 1715. Það benti aft- ur til þess að sólblettum hefði fækkað verulega á þessu sama tímabili. Eddy brá mjög við þessar uppgötvanir vegna þess að fækkunin stöðvaðist ekki við lágmark Mauders. Rannsókn- irnar á karbon 14 leiddu í ljós að áður hafði dregið verulega úr sólblettun- um og þá á árunum milii 1400 og 1510. Þegar Eddy leitaði lengra aftur fann hann sólbletta-hámark sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.