Úrval - 01.04.1983, Page 84
82
ÚRVAL
Áður en þessi erfiði lífskafli hófst var W'ortmanfjöl-
skyldan búin að etja kappi við erfiðleika sem gátu talist
nokkuð fyrir ofan meðaltal í hinu harðbýla Alaska.
Höfundurinn og börnin hans fjögur voru löngum
stundum einangruð frá menningunni og treystu aðallega
á að náttúran væn þeim svo gjöful að þau gætu lifað. En
náttúran getur verið jafnhörð og hún er örlát. Þegar þau
urðu skipreika veturinn 1979, við hinar verstu aðstæður,
varð fjölskyldan að treysta á það eina sem eftir var —
sjálfa sig. Eftirfarandi frásögn er eins og Elmo Wortman
orðaði hana sjálfur er hann lýsti þessum óvenjulegu og
ömurlegu hrakningum.
IÐ ÆTLUÐUM ekki
að vera lengi í ferðinni
en sjóiag í Dixon
Entrance er oft erfltt í
febrúar og hamfarir
VK
V
*
/J\ /T\ /T\ /*\ A\
móður náttúru kollvarpa öllum áætl-
unum. Þetta á ekki aðeins við 33 feta
bátinn okkar heldur og skip og vöru-
flutningabáta sem hafa miklu betri
búnað.
Auk þess liggur landamæralína
milli Alaska og Bresku Kólumbíu
eftir endilöngu Dixon Entrance og er
æði erfitt að gera sér hugmynd um
sjólagið, hvort sem maður hlustar á
veðurlýsingu frá Kanada eða Banda-
ríkjunum. Við þurftum að fara sjálf á
staðinn til að komast að raun um
hvernig ástatt var.
Home, báturinn okkar, varof lítili
til að takast á við stórsjói en hann var
nokkuð seigur. Krakkarnir höfðu
smíðað hann ásamt mér og við fimm
— Margery, Cindy, Randy,Jena Lynn
og ég — vorum búin að sigla honum I
næstum fjögur ár meðfram ströndum
Kanada og Alaska í margvíslegu
sjólagi.
, Nú ætla ég að segja frá ástæðunni
fyrir því að við vorum I höfninni við