Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 86
84
ÚRVAL
svæði Norður-Ameríku, til Prince
Rupert, þar þurfti að taka bíl og
ferðast 150 kílómetra til Terrace þar
sem læknirinn var. En þetta var bara
helmingur ferðarinnar. Heimleiðin
var jafnlöng.
Við fluttum flothúsið til Port
Refugio sem var dálítið nær Prince
Rupert. Margery var elst barnanna og
það eina sem ekki þurfti spengur á
tennurnar. Hún bjó hjá fjölskyldu í
Klawak og fór með rútu í skólann í
Craig. Ég hcimsótti hana vikulega
þegar ég fór í bæinn. Stundum tók ég
hana með heim í flothúsið, þar sem
hún var hjá okkur um helgar, og fór
svo með hana í skólann á mánudags-
morgni.
Þannig gekk þetta í tæpt ár og
tannréttingarnar gengu vel. Vetrar-
ferðirnar voru samt erfiðar og
óöruggar. í þessari ferð sem ég segi
nú frá skildum við bátinn eftir í
Prince Rupert og ókum til Terrace.
Þegar tannlæknirinn var búinn að
líta á spengurnar fórum við aftur til
Prince Rupert, versluðum dálítið og
bjuggum Home til heimferðar.
Þetta var hinn 13. febrúar 1979;
klukkan fjögur eftir hádegið. Við
leystum bátinn og sigldum út úr
höfninni. Svona ferð tók venjulega
tvo eða þrjá daga. En í þetta sinn tók
hún miklu lengri tíma.
Stormurinn
„Léstu tollinn vita um okkur?”
spurði Randy.
,,Nei, ég hafði ekki samband við
þá þegar við komum svo það myndi
bara flækja málið að tala við þá núna
þegar við erum að fara. ’ ’
Ég setti mikið traust á Randy.
Hann var fimmtán ára, ekki full-
vaxinn en sterkur og úthaldsgóður.
Ég treysti dómgreind hans jafnt sem
líkamlegri hreysti og fimi. Randy gat
stýrt bátnum tímunum saman,
jafnvel á niðdimmum nóttum, og
haldið stefnunni með þvx einu að
fylgjast með sjólagi og bátnum
sjálfum.
Cindy er dreymin. Sextán ára
gömul var hún smávaxin og lagleg. í
stórum, bláum augunum var bjarmi.
Ef hún vissi ekki svarið við einhverri
heimspekilegri spurningu,
annaðhvort af sinni eigin reynslu eða
fræðilega, fann hún það ófrávíkjan-
lega. Væri hún við stýrið fór báturinn
krókaleiðir, rétt eins og hugur hennar
sjálfrar.
Jena Lynn var tólf ára og yngst.
Hún var í rauninni á röngum stað í
barnaröðinni. Hún hafði persónu-
leika og atorku hins fædda foringja.
Staða litlu systur var henni erfið því
að viðleitni hennar í þá átt að vera
leiðtogi systkinanna var alltaf höfð
að engu. Því var það skiljanlegt
að hún átti sér sinn sérstaka heim í
bókum.
Þegar við komum inn í Chatham
Sound, rétt handan við Prince
Rupert, sáum við vítt til allra átta.
Við settum upp stærsta seglið og
okkur gekk vel. Enginn stormur var
sjáanlegur, hvorki í norðri né vestri,