Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 86

Úrval - 01.04.1983, Qupperneq 86
84 ÚRVAL svæði Norður-Ameríku, til Prince Rupert, þar þurfti að taka bíl og ferðast 150 kílómetra til Terrace þar sem læknirinn var. En þetta var bara helmingur ferðarinnar. Heimleiðin var jafnlöng. Við fluttum flothúsið til Port Refugio sem var dálítið nær Prince Rupert. Margery var elst barnanna og það eina sem ekki þurfti spengur á tennurnar. Hún bjó hjá fjölskyldu í Klawak og fór með rútu í skólann í Craig. Ég hcimsótti hana vikulega þegar ég fór í bæinn. Stundum tók ég hana með heim í flothúsið, þar sem hún var hjá okkur um helgar, og fór svo með hana í skólann á mánudags- morgni. Þannig gekk þetta í tæpt ár og tannréttingarnar gengu vel. Vetrar- ferðirnar voru samt erfiðar og óöruggar. í þessari ferð sem ég segi nú frá skildum við bátinn eftir í Prince Rupert og ókum til Terrace. Þegar tannlæknirinn var búinn að líta á spengurnar fórum við aftur til Prince Rupert, versluðum dálítið og bjuggum Home til heimferðar. Þetta var hinn 13. febrúar 1979; klukkan fjögur eftir hádegið. Við leystum bátinn og sigldum út úr höfninni. Svona ferð tók venjulega tvo eða þrjá daga. En í þetta sinn tók hún miklu lengri tíma. Stormurinn „Léstu tollinn vita um okkur?” spurði Randy. ,,Nei, ég hafði ekki samband við þá þegar við komum svo það myndi bara flækja málið að tala við þá núna þegar við erum að fara. ’ ’ Ég setti mikið traust á Randy. Hann var fimmtán ára, ekki full- vaxinn en sterkur og úthaldsgóður. Ég treysti dómgreind hans jafnt sem líkamlegri hreysti og fimi. Randy gat stýrt bátnum tímunum saman, jafnvel á niðdimmum nóttum, og haldið stefnunni með þvx einu að fylgjast með sjólagi og bátnum sjálfum. Cindy er dreymin. Sextán ára gömul var hún smávaxin og lagleg. í stórum, bláum augunum var bjarmi. Ef hún vissi ekki svarið við einhverri heimspekilegri spurningu, annaðhvort af sinni eigin reynslu eða fræðilega, fann hún það ófrávíkjan- lega. Væri hún við stýrið fór báturinn krókaleiðir, rétt eins og hugur hennar sjálfrar. Jena Lynn var tólf ára og yngst. Hún var í rauninni á röngum stað í barnaröðinni. Hún hafði persónu- leika og atorku hins fædda foringja. Staða litlu systur var henni erfið því að viðleitni hennar í þá átt að vera leiðtogi systkinanna var alltaf höfð að engu. Því var það skiljanlegt að hún átti sér sinn sérstaka heim í bókum. Þegar við komum inn í Chatham Sound, rétt handan við Prince Rupert, sáum við vítt til allra átta. Við settum upp stærsta seglið og okkur gekk vel. Enginn stormur var sjáanlegur, hvorki í norðri né vestri,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.