Úrval - 01.04.1983, Side 87
NÆSTUM OFSEINT
85
en það voru áttirnar sem við myndum
halda í er við sigldum eftir Dixon
Entrance að vesturströnd Eyjar prins-
ins af Wales.
Börnin skipulögðu vakttíma sinn
við stýrið venjulega sjálf. Á nóttunni
skiptust þau á, hvert um sig var einn
tíma á vakt og gat hvílst tvo. Ég stóð
ekki oft við stýrið vegna þess að hreyf-
ingar þess höfðu slæm áhrif á giktina
í mér. Ég fékkst við hluti sem
útheimtu minni áreynslu — svo sem
eldamennsku, að sjá um vélina og
reikna út leið okkar.
Þar sem ég lá I fleti mínu fann ég
hvernig hreyfing bátsins jókst en ég
kenndi því um hve fjarlægðin frá
landi hefði aukist. Þá var ég rifinn
upp úr þönkum mínum við að Jena
hrópaði niður um lúkarsopið:
„Randy, viltu koma upp og taka við?
Ég get ekki haldið stefnunni. ’ ’
Við fórum báðir upp. Stormurinn
hafði aukist, fíngerður snjórinn var
farinn að safnast saman í gluggahorn-
unum á stýrishúsinu. Seglið, sem við
höfðum uppi, gerði erfiðara um vik
að halda stefnunni. Sjógangurinn var
líka orðinn svo mikill að öldurnar
hröktu bátinn auðveldlega af leið
þegar þær skuliu á honum.
Randy tók við stýrishjólinu og bað
okkur að lækka seglið. En af því að
það var myrkur, snjókoma og áhöfnin
aðeins börn sagði ég nei. í stað þess
slepptum við því.
Ég var að verða sjóveikur. Á tæpra
fimmtán ára sjómennskuferii við
ýmsar aðstæður hafði ég aldrei orðið
sjóveikur. Hvað var að gerast? Hvað
sem það var fékk ég ekki við það
ráðið.
„Pabbi, snjókomunni linnir ekki.
Ég sé ekkert.” Rödd Randy var
áhyggjufull.
Snjókoman var orðin lárétt.
Skyggni var allt niður í þrjátíu metra.
Gríðarlegar öldur með freyðandi
falda komu æðandi út úr hvita veggn-
um fyrir aftan okkur. Það munaði
minnstu að þær skyllu á okkur áður
en við kæmum auga á þær. Randy
reyndi af öllum mætti að halda stefn-
unni en það var engu líkara en
báturinn vildi hugsa fyrir sig sjálfur.
Ég kallaði á stelpurnar að koma þar
sem þær voru í stýrishúsinu. Við
höfðum ekkert alvöru akkeri en það
var ekki vogandi að halda áfram í
svona veðri. Til að hægja ferðina
slepptum við aðalseglinu í sjóinn og
notuðum það sem akkeri. Til allrar
ólukku dugði það ekki til að halda
bógnum upp í vindinn en mér leið
svo illa að ég gat ekkert frekar
aðhafst. Nú var báturinn á reki.
Dögun dags heilags Valentínusar
breytti engu. Fannkoman hélt áfram
að byrgja okkur sýn, vindinn lægði
ekkert, hann rótaði upp öldum með
úfnum földum.
Nokkrum sinnum um daginn skall
báturinn svo harkalega til að við
Randy hlupum til stýrishússins, vissir
um að við hefðum siglt á rif. En við
sáum aldrei neitt og dýptarmælirinn
lóðaði ekki á botni. Þá vissum við að