Úrval - 01.04.1983, Side 87

Úrval - 01.04.1983, Side 87
NÆSTUM OFSEINT 85 en það voru áttirnar sem við myndum halda í er við sigldum eftir Dixon Entrance að vesturströnd Eyjar prins- ins af Wales. Börnin skipulögðu vakttíma sinn við stýrið venjulega sjálf. Á nóttunni skiptust þau á, hvert um sig var einn tíma á vakt og gat hvílst tvo. Ég stóð ekki oft við stýrið vegna þess að hreyf- ingar þess höfðu slæm áhrif á giktina í mér. Ég fékkst við hluti sem útheimtu minni áreynslu — svo sem eldamennsku, að sjá um vélina og reikna út leið okkar. Þar sem ég lá I fleti mínu fann ég hvernig hreyfing bátsins jókst en ég kenndi því um hve fjarlægðin frá landi hefði aukist. Þá var ég rifinn upp úr þönkum mínum við að Jena hrópaði niður um lúkarsopið: „Randy, viltu koma upp og taka við? Ég get ekki haldið stefnunni. ’ ’ Við fórum báðir upp. Stormurinn hafði aukist, fíngerður snjórinn var farinn að safnast saman í gluggahorn- unum á stýrishúsinu. Seglið, sem við höfðum uppi, gerði erfiðara um vik að halda stefnunni. Sjógangurinn var líka orðinn svo mikill að öldurnar hröktu bátinn auðveldlega af leið þegar þær skuliu á honum. Randy tók við stýrishjólinu og bað okkur að lækka seglið. En af því að það var myrkur, snjókoma og áhöfnin aðeins börn sagði ég nei. í stað þess slepptum við því. Ég var að verða sjóveikur. Á tæpra fimmtán ára sjómennskuferii við ýmsar aðstæður hafði ég aldrei orðið sjóveikur. Hvað var að gerast? Hvað sem það var fékk ég ekki við það ráðið. „Pabbi, snjókomunni linnir ekki. Ég sé ekkert.” Rödd Randy var áhyggjufull. Snjókoman var orðin lárétt. Skyggni var allt niður í þrjátíu metra. Gríðarlegar öldur með freyðandi falda komu æðandi út úr hvita veggn- um fyrir aftan okkur. Það munaði minnstu að þær skyllu á okkur áður en við kæmum auga á þær. Randy reyndi af öllum mætti að halda stefn- unni en það var engu líkara en báturinn vildi hugsa fyrir sig sjálfur. Ég kallaði á stelpurnar að koma þar sem þær voru í stýrishúsinu. Við höfðum ekkert alvöru akkeri en það var ekki vogandi að halda áfram í svona veðri. Til að hægja ferðina slepptum við aðalseglinu í sjóinn og notuðum það sem akkeri. Til allrar ólukku dugði það ekki til að halda bógnum upp í vindinn en mér leið svo illa að ég gat ekkert frekar aðhafst. Nú var báturinn á reki. Dögun dags heilags Valentínusar breytti engu. Fannkoman hélt áfram að byrgja okkur sýn, vindinn lægði ekkert, hann rótaði upp öldum með úfnum földum. Nokkrum sinnum um daginn skall báturinn svo harkalega til að við Randy hlupum til stýrishússins, vissir um að við hefðum siglt á rif. En við sáum aldrei neitt og dýptarmælirinn lóðaði ekki á botni. Þá vissum við að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.