Úrval - 01.04.1983, Page 94
92
ÚRVAL
innan klukkustundar — ef veður
leyfði. Vegna þess hve ströndin var
brött og óslétt var næstum útilokað
að ganga, eina vonin var að smíða
fleka.
Ég vissi hvað við þurftum að gera
og varð gripinn óþoli. ,,Komdu með
bátinn hingað, Randy. Er hann
slæmur?”
Randy draslaði sex feta plastskekt-
unni til okkar. ,,Hann er ansi
slæmur. Botninn er allur rifinn. ”
Leifar af svampdýnunum voru
dreifðar um ströndina. ,,En ef við
træðum dýnubútunum í rifurnar?”
spurði ég.
Hjálpfúsar hendur tóku þegar að
safna saman bútunum og rífa þá
niður í passlegar stærðir. Síðan var
þeim troðið í rifurnar þartil loftrúmin
voru orðin full.
,,Allt í lagi, við skulum búa til
fleka, en við getum það ekki hérna.
Ef við komumst fyrir klettinn erum
við laus við storminn.” Ég safnaði
saman hlutum sem bjargast höfðu,
svo sem kaðalstiga, rafmagnsvír og
gúmmíslöngu — öllu sem gat komið
að gagni við smíði fleka.
Flekinn
Kaldur suðaustanvindur blés beint
upp á ströndina þegar við Randy
drógum hlaðinn bátinn út á sjóinn.
,,Við Cindy ætlum að ganga
meðfram ströndinni. Ég vil að þið
farið með bátinn fyrir klettinn svo
við verðum í hléi fyrir rokinu. Komið
honum upp á land á fyrsta góða
staðnum sem þið sjáið. Við hittum
ykkur eftir nokkra klukkutíma.
,,ÁJena að fara með mér?” spurði
hann.
,,Já, það er miklu auðveldara fyrir
ykkur tvö að róa. Ég hugsa að hún
komist heldur ekki yfir klettana á
háhæluðu stígvélunum.” Ég sneri
mér við til að kalla ájenu.
Allan morguninn hafðijena kviðið
því að þurfa að fara út á sjóinn aftur.
Skipun mín staðfesti það. Hún brast í
grát og ríghélt um steininn sem hún
sat á. Cindy gekk til hennar og sagði
rólega: ,,Þú verður að fara, það er
eina leiðin til að losna héðan. ’’
Ég hjálpaði henni upp í bátinn og
lét hana leggjast á hnén úti í annarri
hiið bátsins. Á meðan við Cindy
héldum bátnum stöðugum klifraði
Randy upp í, greip ár og byrjaði strax
að róa.
Við Cindy fylgdumst með af ákafa
en er þau fjarlægðust ókyrrðist ég.
,,Við skulum fara af stað. Þetta er
kannski einn og hálfur kílómetri sem
við þurfum að komast.
Þessi ,,eins og hálfs kílómetra ferð”
tók okkur allan daginn og mestan
hluta næturinnar. Ströndin, sem var
næstum lóðrétt klettabelti, var á
þrem stöðum rofín af djúpum giljum
sem náðu frá sjávarmáli 800 metra
inn í bratt skóglendi eyjarinnar. Við
fylgdum gilskorunum, þræddum
fyrir kletta og eftir snjónum ofan á 30
metra háum björgunum. Fæturnir
urðu dofnir. Svo kom að því að við
gátum ekki haldið áfram. Við