Úrval - 01.04.1983, Side 100
98
ÚRVAL
Krakkarnir fóru strax að leita að
eldiviði. Fyrri áningarstaðir okkar
höfðu snúið móti suðri og þar var
alltaf nóg af eldiviði en á þessari hrá-
slagalegu norðurströnd var nánast
enginn. Á leið til búðanna aftur úr
eldiviðarleitinni leit Randy yfir hafið
að ströndinni hinum megin. Meðan
skýin hrönnuðust upp á himninum sá
hann langt sund á Löngueyju. Hann
vissi ekki um beygjuna sem var á
sundinu fyrir handan. En sundið var
staðreynd.
Hann sagði mér hvað hann hafði
séð. Ég leit upp frá eldstæðinu sem ég
var að búa til en sá ekkert nema skýin
sem byltust í gegnum dimmuna. Það
byrjaði að snjóa og hvað eftir annað
slokknaði eldurinn.
,,Okkur gekk vel í kvöld,” sagði
ég. ,,Rósavík getur ekki verið langt
undan.”
Cindy, sem húkti skjálfandi við hlið
mér, sagði annars hugar: „Þegar við
gerðum flekann og biðum í sólinni
var ég alls ekki hrædd. Ég hélt að við
myndum geta lifað á ströndinni til
eilífðar. En nú er það erfitt, pabbi. ’ ’
Við vorum komin x gegnum
þrengsta hluta Kaiganisunds, fram
hjá nokkrum smáeyjum sem voru
fyrir handan það, og Randy hafði
komið auga á sund sem opnaðist við
norðurenda Löngueyju. Á milli
sjávarfalla vorum við á ferðinni í sex
stundir og straumurinn hafði oft borið
okkur tvo eða þrjá hnúta. Hve lengi
átti þetta að ganga enn? Hve lengi
myndu stelpurnar halda út?
Ég glímdi við áhyggjurnar og þegar
ég sofnaði hugsaði ég: Kannski hafa
Randy og Cindy rétt fyrir sér.
Kannski á einhver að fara á undan.
Ég fór á fætur í grárri morgunskím-
unni og horfði á snjókomuna sem
norðanvindurinn færði okkur. Ég
gekk um ströndina. Randy kom til
mín og stóð hjá mér þegar ég stansaði
á smáhæð til að sjá betur yfir strönd-
ina. Varla meira en einn og hálfan
kílómetra í burtu var þyrping smáeyja
sem skýldi greinilegri vík á strönd-
inni.
, ,Rósavík, ’ ’ sagði ég lágt.
,,Það lítur vissulega út fyrir það,”
svaraði Randy.
,,Farðu og losaðu bátinn frá flek-
anum. Við förum yfir. ’ ’
, ,En ef enginn er þar? ’ ’
Þetta var hugsanlegt. Þegar við
vorum á leiðinni til Prince Rupert
heimsóttum við Jim Costales og
Sondru Houtary, ungu hjónin sem
bjuggu í kofanum. Veiðitími þeirra
þar var á enda og þau höfðu í hyggju
að snúa aftur til menningarinnat.
Félagi þeirra, Pat Tolson, ætlaði að
vera í kofanum eftir að þau væru
farin. Ef hann hefði ekki gert það
yrði þar enginn bátur handa okkur.
En við vissum líka að Jim var með
talstöð.
,,Jim og Sondra verða þar ekki,”
sagði ég, ,,og þó að Tolson sé þar
ekki heldur getum við notað tal-
stöðina. Haltu áfram. Ég ætla að
segja stelpunum frá þessu. ’ ’
Randy hófst handa við að losa litla