Úrval - 01.04.1983, Side 105

Úrval - 01.04.1983, Side 105
NÆSTUM OFSEINT 103 áður og nú neyddust þær til að drasla seglinu upp fyrir snjóbrúnina — sem var erfitt verk. Snjórinn var næstum metri á þykkt og þar sem sjórinn hafði sleikt hann daginn áður var skörp brún. Þær toguðu og tosuðu í seglið, hvíldu sig á milli og tosuðu áfram. Að lokum komu þær sér fyrir undir seglinu og hlustuðu á öldurnar hjala rétt fyrir neðan fætur þeirra. En allt 1 einu brast snjóbrúnin og Cindy datt út í ískaldan sjóinn, upp í hné, og mestur hluti seglsins fylgdi á eftir henni. Jena æpti þar sem hún rann á rassinum út í sjóinn og blotnaði upp 1 mitti. Cindy yppti aðeins öxlum þreytulega. Ekkert kom henni framar á óvart. Þær voru lengi að drasla blautu seglinu upp úr sjónum og koma því fyrir um metra frá brúninni. Þær komust ekki lengra því að þær voru komnar upp að trjánum. Þá nótt sváfu þær dálítið óværum, óþægilegum svefni í hráslaganum undir seglinu. Cindy dreymdi Randy og mig: Ég stansaði nokkra metra frá henni og sagði: ,,Bara einn dag í einu, Cindy.” Svo gekk ég burtu. Svo sá hún Randy. Hann hafði kveikt bál og var að orna sér. A hverri nóttu, næstu þrjár nætur, var hann þar, rétt utan við seglskýlið þeirra, með eldinn sinn. I dögun fóru þær niður í fjöru. Strandlengjan í norður var óárenni- leg. Þar voru brattar brekkur þar sem trén náðu alveg niður að sjó, líka á fjöru. Cindy hugsaði um búðaflutningana sem við tókumst á hendur annað kvöldið, eftir skiptapann. Þá var hún sterkari. Hún gæti það ekki núna, það var hún viss um. Nú varJena með henni — Jena leit út fyrir að vera mjög þróttiaus. Snjókoman varð að regni. Þegar þær systur höfðu skriðið undir seglið helltist regnið niður í alvöru. Þær skulfu báðar. ,,Af hverju ætli þeir séu svona lengi?” spurðijena. Cindy færði sig þétt upp að Jenu svo þær gætu notið ylsins saman. Hvorug þorði að segja hinni hvað þær héldu. Þær töluðu lítið saman en hlustuðu nákvæmlega eftir öllu. Þegar dimmdi bjuggust þær til annarrar nætur undir seglinu. Um morguninn stakk Cindy upp á að þær færu niður á strönd og leituðu sér að þangi til að borða. ,,Fólk borðar þang allt árið. Þá líður þér betur í maganum. ” I dögun fjórða dagsins á ströndinni var regnið aftur orðið að snjókomu. ,,Af hverju eru þeir ekki komnir?” spurði Jena. ,,Heldurðu að eitthvað hafi komið fyrir þá?” Cindy hafði hugsað um alla möguleika. Fyrstu dagana hafði hún óttast það versta. Seinna hallaðist hún að því að við hefðum náð kofanum en Jim og Sondra hefðu ekki verið þar og við verið of mátt- farnir til að sækja þær. Síðast þegar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.