Úrval - 01.04.1983, Side 105
NÆSTUM OFSEINT
103
áður og nú neyddust þær til að drasla
seglinu upp fyrir snjóbrúnina — sem
var erfitt verk. Snjórinn var næstum
metri á þykkt og þar sem sjórinn
hafði sleikt hann daginn áður var
skörp brún. Þær toguðu og tosuðu í
seglið, hvíldu sig á milli og tosuðu
áfram.
Að lokum komu þær sér fyrir undir
seglinu og hlustuðu á öldurnar hjala
rétt fyrir neðan fætur þeirra. En allt 1
einu brast snjóbrúnin og Cindy datt
út í ískaldan sjóinn, upp í hné, og
mestur hluti seglsins fylgdi á eftir
henni. Jena æpti þar sem hún rann á
rassinum út í sjóinn og blotnaði upp 1
mitti. Cindy yppti aðeins öxlum
þreytulega. Ekkert kom henni framar
á óvart.
Þær voru lengi að drasla blautu
seglinu upp úr sjónum og koma því
fyrir um metra frá brúninni. Þær
komust ekki lengra því að þær voru
komnar upp að trjánum.
Þá nótt sváfu þær dálítið óværum,
óþægilegum svefni í hráslaganum
undir seglinu. Cindy dreymdi Randy
og mig: Ég stansaði nokkra metra frá
henni og sagði: ,,Bara einn dag í
einu, Cindy.” Svo gekk ég burtu.
Svo sá hún Randy. Hann hafði
kveikt bál og var að orna sér. A hverri
nóttu, næstu þrjár nætur, var hann
þar, rétt utan við seglskýlið þeirra,
með eldinn sinn.
I dögun fóru þær niður í fjöru.
Strandlengjan í norður var óárenni-
leg. Þar voru brattar brekkur þar sem
trén náðu alveg niður að sjó, líka á
fjöru.
Cindy hugsaði um búðaflutningana
sem við tókumst á hendur annað
kvöldið, eftir skiptapann. Þá var hún
sterkari. Hún gæti það ekki núna,
það var hún viss um. Nú varJena með
henni — Jena leit út fyrir að vera
mjög þróttiaus.
Snjókoman varð að regni. Þegar
þær systur höfðu skriðið undir seglið
helltist regnið niður í alvöru. Þær
skulfu báðar.
,,Af hverju ætli þeir séu svona
lengi?” spurðijena.
Cindy færði sig þétt upp að Jenu
svo þær gætu notið ylsins saman.
Hvorug þorði að segja hinni
hvað þær héldu. Þær töluðu lítið
saman en hlustuðu nákvæmlega eftir
öllu. Þegar dimmdi bjuggust þær til
annarrar nætur undir seglinu.
Um morguninn stakk Cindy upp á
að þær færu niður á strönd og leituðu
sér að þangi til að borða. ,,Fólk
borðar þang allt árið. Þá líður þér
betur í maganum. ”
I dögun fjórða dagsins á ströndinni
var regnið aftur orðið að snjókomu.
,,Af hverju eru þeir ekki komnir?”
spurði Jena. ,,Heldurðu að eitthvað
hafi komið fyrir þá?”
Cindy hafði hugsað um alla
möguleika. Fyrstu dagana hafði hún
óttast það versta. Seinna hallaðist
hún að því að við hefðum náð
kofanum en Jim og Sondra hefðu
ekki verið þar og við verið of mátt-
farnir til að sækja þær. Síðast þegar