Úrval - 01.04.1983, Page 108

Úrval - 01.04.1983, Page 108
106 sem skapast af náinni vináttu og gagnkvæmu trausti. Þessi tilfinning var svo ný fyrir hana og svo huggunar- rík að hún varð að segja mér strax frá því. Ég setti vesalings, nakinn líkamann varlega ofan í annan svefnpokann og sneri til baka til að hjálpa Cindy. „Hvernig gátuð þið þetta, Cindy? Hvernig í ósköpunum fóruð þið að þessu?” ,,Það var ekki svo erfítt,” sagði hún. ,,Við báðum faðirvorið. Það hjálpaði okkur, og við kunnum dálítið af tuttugasta og þriðja Davíðs- sálmi. Þú sagðir líka, pabbi, að þú kæmir aftur. Við vissum að þið Randy hlytuð að hafa lent í miklum erfíð- leikum úr því að þetta tók svona langan tíma. Við fengum góða hlutann. Það eina sem við þurftum að gera var að bíða. ’ ’ Ég fór aftur í bátinn og jós á meðan Randy ýtti á flot frá ströndinni og kom sér um borð. Við ráðgerðum að komast til Rósavíkur. Við höfðum ekki nógan mat þar handa okkur öllum og stúlkurnar þörfnuðust meira en matar. Við komum til kofans eftir myrkur. Við Randy fórum fyrstir upp hæðina til að kveikja upp og útbúa rúm. Þegar ljós kyndilsins smaug í gegnum myrkur kofans féll það á hrúgu sem var á miðju gólfí. „Matvara! Sjáðu, Randy. Það hefur einhver komið hingað.” Ég lét ljósið falla á borðið þar sem ég hafði skilið orðsendinguna eftir. Hún var ÚRVAL farin. Við snerum við til telpnanna með fréttirnar. Randy var búinn að róa í þrettán klukkustundir. Á Keg Point hafði hann verið eina stund laus við ár- arnar. Núna stóð hann uppréttur á sárum fótum. Hann tókjenu á bakið, hallaði sér áfram og bar hana ákveðið og örugglega upp langa, bratta brekkuna upp að kofanum. Okkar sterki, úthaldsgóði, áreiðanlegi Randy, sá sem við höfðum svo oft sett allt okkar traust á, hélt áfram eins og einbeitt skaphöfn hans sagði til um. Ég var hreykinn af honum. Þegar í kofann kom settum við Jenu upp í rúm og snerum síðan við til að fara eins að með Cindy. Ég hóf að þvo telpunum. Þvílík hörmung. Ég þvoði, skolaði og þerraði með handklæði. Ég smurði handáburði ríkulega á þær. Ég reyndi að leggja fæturna í bieyti en alveg eins og verið hafði með okkur Randy fannst þeim vatnið brennandi heitt. Það mátti þakka fyrir ef þær kæmust á sjúkrahús meðan fætur þeirra væru að þiðna. Klukkan var orðin tvö eftir miðnætti og við vorum öll úrvinda af þreytu. Samt kom mér ekki dúr á auga alla nóttina. Ég lét olíulampann loga í eldhúsinu svo hálfrokkið væri í dagstofunni þar sem börnin voru. Þau höfðu orðið að þola meira en nóg af dimmum nóttum. Morguninn eftir heyrðum við hljóð sem við vorum búin að leggja eyrun eftir svo lengi, „Þyrla!” hrópaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.