Úrval - 01.04.1983, Page 110
108
ÚRVAL
komumst á sjúkrahús hinn 11. mars
voru fætur hans búnir að jafna sig og
tilbúnir til læknismeðferðar. Hann
var bara fjóra daga á sjúkrahúsinu og
svo fór hann til Craig og var þar hjá
vinum sínum og fór í skólann.
Jena var heppin að hafa haft
fæturna undir úlpunni hjá Cindy
fyrstu nóttina á ströndinni. Þess
vegna slapp hún við kalið sem ég,
Cindy og Randy hlutum. Stöðug
hreyfing fótanna næstu þrjár vikurnar
þar á eftir bjargaði henni frá að missa
tær eða húð þrátt fyrir að hreyfingin
væri sársaukafull. Hún var tvær vikur
á sjúkrahúsi til að ná sér eftir sveltið.
Svo fór hún í skólann.
Fætur Cindy voru enn frosnir þegar
við komum á sjúkrahúsið. Hún var
þar í þrjár vikur, það þurfti að gera
uppskurð á þrem tám, græða skinn á
fæturna og hún þurfti að ná sér eftir
vannæringuna.
Börnum þrem líður vel núna.
Áður en ár var liðið frá þessari
svaðilför okkar vissi ég um yfir
fjörutíu manns sem höfðu týnst eða
drukknað í æstum veðraham hafsins í
Dixon Entrance. Það var aðeins
heppni að Cindy, Randy, Jena og ég
vorum ekki á þeim lista.
Um sjálfan mig er það að segja að
ég ætlaði að gefa mig dauðanum á
vald eftir skipreikann. Það voru
Cindy og Randy sem björguðu mér
og hvöttu mig til að lifa áfram.
Það var vegna sorglegrar reiknings-
skekkju minnar að telpurnar voru
skildar eftir svona lengi. Þær gáfust
ekki upp, gættu hvor annarrar og
komust af. Með því gerðu þær líf mitt
þess virði að því væri lifað. I síðustu
sjóferð Home hafði ég góða áhöfn —
ansans ári góða áhöfn. ★
Allar mæður vilja að börnin þeirra séu fullkomin. Mamma mín er
engin undantekning. Þegar ég var að alast upp mátti ég ótal sinnum
hlusta á setningar eins og: „Stattu bein!” og „Farðu og greiddu
þér.” Ég sagði aldrei neitt en var oft pirruð á afskiptaseminni. Smám
saman minnkuðu aðfinnslurnar og ég hélt að hún væri ánægð með
mig þar til nýlega.
Ég fór 1 heimsókn til hennar og við ákváðum að fara saman í búðir.
Þegar ég hafði lagt bílnum og gekk inn í verslunina var mamma rétt á
eftir mér. Allt í einu heyri ég hana segja: „Svona, stelpa! Réttu úr
þér! Axlir beinar! Magann inn! Brjóstið út!”
Mér var allri lokið. Ég sneri mér við og sagði með þjósti. „Mamma,
ég er búin að bjargast upp á eigin spýtur í átta ár. Finnst þér ekki tími
til kominn að þú hættir að tala við mig eins og krakka?’ ’
Hún leit forviða á mig. „Hvað?” sagði hún svo. „Ég var ekki að
tala við þig. Ég var að tala við sjálfa mig. ”
-J. Wixon