Úrval - 01.04.1983, Page 110

Úrval - 01.04.1983, Page 110
108 ÚRVAL komumst á sjúkrahús hinn 11. mars voru fætur hans búnir að jafna sig og tilbúnir til læknismeðferðar. Hann var bara fjóra daga á sjúkrahúsinu og svo fór hann til Craig og var þar hjá vinum sínum og fór í skólann. Jena var heppin að hafa haft fæturna undir úlpunni hjá Cindy fyrstu nóttina á ströndinni. Þess vegna slapp hún við kalið sem ég, Cindy og Randy hlutum. Stöðug hreyfing fótanna næstu þrjár vikurnar þar á eftir bjargaði henni frá að missa tær eða húð þrátt fyrir að hreyfingin væri sársaukafull. Hún var tvær vikur á sjúkrahúsi til að ná sér eftir sveltið. Svo fór hún í skólann. Fætur Cindy voru enn frosnir þegar við komum á sjúkrahúsið. Hún var þar í þrjár vikur, það þurfti að gera uppskurð á þrem tám, græða skinn á fæturna og hún þurfti að ná sér eftir vannæringuna. Börnum þrem líður vel núna. Áður en ár var liðið frá þessari svaðilför okkar vissi ég um yfir fjörutíu manns sem höfðu týnst eða drukknað í æstum veðraham hafsins í Dixon Entrance. Það var aðeins heppni að Cindy, Randy, Jena og ég vorum ekki á þeim lista. Um sjálfan mig er það að segja að ég ætlaði að gefa mig dauðanum á vald eftir skipreikann. Það voru Cindy og Randy sem björguðu mér og hvöttu mig til að lifa áfram. Það var vegna sorglegrar reiknings- skekkju minnar að telpurnar voru skildar eftir svona lengi. Þær gáfust ekki upp, gættu hvor annarrar og komust af. Með því gerðu þær líf mitt þess virði að því væri lifað. I síðustu sjóferð Home hafði ég góða áhöfn — ansans ári góða áhöfn. ★ Allar mæður vilja að börnin þeirra séu fullkomin. Mamma mín er engin undantekning. Þegar ég var að alast upp mátti ég ótal sinnum hlusta á setningar eins og: „Stattu bein!” og „Farðu og greiddu þér.” Ég sagði aldrei neitt en var oft pirruð á afskiptaseminni. Smám saman minnkuðu aðfinnslurnar og ég hélt að hún væri ánægð með mig þar til nýlega. Ég fór 1 heimsókn til hennar og við ákváðum að fara saman í búðir. Þegar ég hafði lagt bílnum og gekk inn í verslunina var mamma rétt á eftir mér. Allt í einu heyri ég hana segja: „Svona, stelpa! Réttu úr þér! Axlir beinar! Magann inn! Brjóstið út!” Mér var allri lokið. Ég sneri mér við og sagði með þjósti. „Mamma, ég er búin að bjargast upp á eigin spýtur í átta ár. Finnst þér ekki tími til kominn að þú hættir að tala við mig eins og krakka?’ ’ Hún leit forviða á mig. „Hvað?” sagði hún svo. „Ég var ekki að tala við þig. Ég var að tala við sjálfa mig. ” -J. Wixon
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.