Úrval - 01.04.1983, Page 118
116 ÚRVAL
Þótt keppnin sýnist töpuð, þótt allt gangi á móti, þótt
þjáningin sé óbærileg, er boðorðið alltaf hið sama:
FRAM, FRAM —
ALDREIAÐ VÍKJA
— Glenn Cunningham — George X. Sand skráði —
V
m
*
*
*
*
INDURINN næddi
miskunnarlaust um and-
lit mitt þar sem við
skokkuðum yfír gresjuna
vK'vIíkÍS/K'/íí í Kansas. „Flýttu þér,
Glenn, þú ert orðinn nógu sterkur til
að komast úr sporunum,” heyrði ég
elsta bróður minn, Floyd, kalla í níst-
andi kuldanum.
Þetta var í febrúar 1916. Ég var sjö
ára og við vorum á leið til litla
timburhússins sem var skólinn okkar.
Hann stóð við vegamót um þrjá og
hálfan kílómetra frá bænum okkar í
Rolla í Kansas.
Kennarinn var ekki kominn og
enginn heldur af hinum
nemendunum, 19talsins. Letha systir
vildi bíða úti en við bræðurnir vildum
komast í húsaskjól. Kennarinn var
með eina lykilinn að aðaldyrunum
svo við urðum að nota hliðardyrnar
sem aðeins var hægt að opna utan frá.
Við fórum inn og hurðin skall í lás að
baki okkar.
Við Raymond bróðir fórum að
leika okkur við að krota með krít á
töfluna. Floyd fór að kveikja upp í
kolaofninum.
„Ætlarðu ekki að fara að kveikja
í?” spurði ég.
,Jú, ég ætla bara að láta dálitla
— Stytt úr bókinni , ,Never Quit ’ ’ —