Úrval - 01.04.1983, Síða 123
121
Það var hræðilegt slagveður og
brauðbúðareigandinn var að loka
þegar inn kom maður sem bað um
tvo snúða. Bakarinn var undrandi yfir
að nokkur skyldi leggja á sig ferðalag
til að kaupa bara tvo snúða 1 þvllíku
veðri svo hann spurði:
„Ertu giftur?”
„Auðvitað,” svaraði maðurinn.
,,Heldurðu að mamma mín myndi
senda mig út í svona veður?
Starfsmaður pósthússins við for-
stjórann: „Hingað er kominn Jón
Jónsson. Hann er að láta af starfí eftir
þrjátíu ára þjónustu.
Forstjórinn: ,,Jæja, Jón, og hvað
hefurðu lært á þessum þrjátíu árum
hjá okkur?”
Jón: ,,Að láta ekki launaávísunina
mínaí póst.”
Jakob átti frábæran hest. ,,A
hverjum morgni,” sagði hann við
vini sína í klúbbnum, ,,fer hesturinn
minn 1 mjólkurbúðina og kaupir nýja
mjólk á morgunverðarborðið. Svo fer
hann í blaðasöluna og nær í blaðið
mitt. Þegar ég er tiibúinn að fara í
vinnuna flytur hann mig alla leið
heim að dyrum. Á kvöldin mætir
hann svo þar aftur til að bera mig
heim?”
Smith varð mjög hrifinn og gerði
2 þúsund króna tilboð í hestinn. En
Jakob kvað það ekki koma til mála
fyrir svo sérstakan hest. Smith bauð
honum að lokum 10 þúsund fyrir
hann ogjakob tók boðinu.
í heila viku sást Jakob ekki í
klúbbnum. Þegar hann að endingu
birtist þar heyrði hann að Smith var
að kvarta yfir hestinum, hann gerði
ekkert annað en éta og sofa. Þá greip
Jakob fram í fyrir honum og sagði:
,,Ef þú heldur áfram að tala svona
um hestinn geturðu aldrei losnað við
hann. ’ ’
Móðirin spurði nýgifta dóttur sína
full aðdáunar hvernig hún færi að því
að hafa matarreikninginn svona
lágan.
,,Það er auðvelt,” svaraði dótt-
irin. ,,Ég set krakkann í innkaupa-
vagninn. Áður en við komum að
kassanum er hann búinn að henda
helmingnum út úr honum.
— 0 —
Rússi opnaði sjónvarpið. Andrópov
var að halda ræðu. Hann skipti um
rás en Andrópov kom aftur á skerm-
inn. Þannig fór einnig á næstu rás og
þarnæstu. Þá var bara ein rás eftir og
hann áræddi að reyna hana líka. Á
skjánum birtist KGB-foringi sem
steytti hnefann og sagði ógnandi:
„Reyndu aftur og þú skalt fá fimm
ára fangelsisdóm.”