Úrval - 01.04.1983, Page 124
122
ÚRVAL
Stórt illskeytt ljón hitti apa í frumskóginum og spurði: ,,Hver er
konungur frumskógarins?”
Lafhræddur apinn svaraði: ,,Þú ert það, volduga ljón.” Ljónið lét
hann halda sína leið.
Næsta dýr sem ljónið hitti var sebrahestur. Ljónið stökk að honum
og öskraði: Hver er konungur frumskógarins?”
Skelkaður sebrahesturinn svaraði: ,,Þú ert það, volduga ljón.”
Ljónið leyfði honum að fara sína leið.
Næst hitti ljónið fíl og spurði hann sömu spurningar. Fíllinn þreif
í halann á ljóninu, sveiflaði því í kringum sig og þeytti því svo þrjá-
tíu metra frá sér. Ljónið brölti á lappirnar og tautaði: ,,Það er óþarfi
að vera með geðvonsku þó að þú getir ekki svarað þessu. ’’
Maður á dánarbeði sagði við konuna sína: ,,Sara, sjáðu til þess að
Davíð taki við búðinni þegar ég erallur.”
„Davíð? Hvers vegna ekki Jói, hann er greindur drengur.
Maðurinn kinkaði veiklulega kolli. ,,Allt í lagi, en gefðu Harry
stationbílinn.”
, ,En Benni þarf á honum að halda fyrir fjölskylduna.
,,Allt I lagi — gefðu Benna hana. En láttu Önnu fá sumar-
bústaðinn. ’ ’
,,Góði minn, Anna hatar útilíf. Gefðu Rósu hann.”
„Almáttugur,” stundi maðurinn. ,,Hvort okkar er að deyja?”