Úrval - 01.04.1983, Síða 127

Úrval - 01.04.1983, Síða 127
DRAUGURINNSEM VANNEFTIRVINNU 125 og mexíkanskrar. Margir íbúarnir líta svo á að þeir búi á mörkum tveggja heima, þessa og hins næsta. Sögur um hvíldarlausa anda eru sagðar aftur og aftur. Þegar undarleg hljóð heyrast í húsum segir fóikið að húsið eigi „vandamál”. Enginn starfsmaður CDC hafði reynt neitt yfirnáttúriegt áður en fyrirtækið flutti í nýja húsnæðið í júní 1978. Frá þeim tíma hafði helmingur starfsfólksins séð eða heyrt eitthvað undarlegt en hinn helmingurinn ekki orðið var við neitt. Var þetta fólk „móttækilegra”? Starfsfólkinu hafði fundist vandræðalegt að segja frá þessu. Þó höfðu tveir eða þrír ritarar rætt málin sín á milli og hughreyst hver annan með því að þetta væri bara hrekkjóttur, iítill púki. Nú voru þær ekki eins vissar. Nick hafði lýst sýninni sem ,,grá-svartri”, samkvæmt draugaspekinni þýddi það vondur andi. Nú þegar atburðirnir höfðu verið ræddir og viðurkenndir var eins og líf færðist í málið. Dag nokkurn fann Yolanda að stóllinn hennar fór að hristast. ,,Komdu, Estela, komdu hér!” kallaði hún óttaslegin. Þegar Estela tók á stólnum fann hún titring- inn líka. Þegar auður stóllinn fór síðan að hreyfast hlupu þær út úr her- berginu. Af því að snyrtiherbergið var við hliðinaCá ,,undarlega hroll”-bakher- berginu tóku konurnar upp þann sið að fara þangað tvær og tvær saman en aldrei einar. Áður fyrr vildi starfs- fólkið gjarnan vinna eftirvinnu. Nú vildi enginn vera þarna einn. I árslok 1981 var faðir Tim Eller- brock beðinn að koma og blessa bygginguna. ,,Við skulum biðja fyrir villuráfandi sálum á reiki um jörðina,” sagði hann við starfsfólkið. Svo gekk presturinn úr einu herbergi í annað, blessaði það og skvetti á það vígðu vatni. Þegar hann kom á kvennasnyrtinguna sneri hann við. Var það af siðsemi eða hafði hann líka fundið eitthvað? Síðar sagði prestur- inn svo frá heimsókn sinni: ,,Ég fann til návistar vansællar veru sem ekki hvíldi í friði.” í nokkrar vikur eftir heimsókn föður Tims var allt með ró og spekt. Snemma árs 1982, þegar starfsfólkið var með útiveislu eftir vinnutíma á bílstæðinu bak við húsið, varð Daliu, eiginkonu Rubens, litið í átt að byggingunni. „Sjáðu,” hvíslaði hún að manni sínum. Hún lýsti þoku, , ,einhverju sem var að reyna að taka á sig mynd”, við bakdyrnar. Ruben sá ekkert en hann heyrði hávaða, „eins og einhver tæki upp stóla og léti þá svo detta niður”. Þegar þau litu þangað aftur sáu þau skrifstofustól stillt upp í dyrunum en hann hafði ekki verið þar áður. ,,Hann situr og fylgist með okkur!” hvíslaði Dalia. Svo kviknaði skyndilega bjart ljós á ganginum. Veislan fór út um þúfur. Lausnin ekki fundin „Máttur ímyndunaraflsins getur verið sterkur,” segir Nick Ramon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.