Úrval - 01.04.1983, Síða 128

Úrval - 01.04.1983, Síða 128
126 ÚRVAL Það sem hann hafði séð var hann margbúinn að bera saman við þekkingu sína. Hann hélt áfram að leita að skýringum. Einn starfsmaður tók niður loftklæðningu og kíkti upp undir þakið. Rafvirkjar fóru yfír allar raflagnir með tækjum sínum. Nick yfirheyrði Andy Cortez, eiganda byggingarinnar. Cortez sagðist lengi hafa velt fyrir sér hvers vegna fyrri leigjendur höfðu flutt úr bygging- unni af svo mikilli skyndingu. Ef einhver andi var á skrifstofunni, hver var hann þá? Byggingin stendur í jaðri hverfisins Media Luna (Hálf- mána). í mexíkanska-ameríska stríðinu var þar háð blóðug orrusta. Nokkrum árum áður, þegar árfarvegurinn var breikkaður, komu í ljós beinagrindur hermanna. Var einn þeirra á reiki í byggingunni? Sumir trúa því að draugar séu andar þess fólks sem hefur dáið skyndilega, áður en það kom ætlunarverki sínu í framkvæmd í þessum heimi. Nick veiti fyrsta eiganda hússins fyrir sér, hann hafði dáið í bílslysi, og svo hafði verið þar leigjandi sem skaut sig á bílastæðinu. Frá upphafi hafði Nick áhyggjur af hvað myndi gerast ef draugasagan breiddist út. Hvað myndu menn í hans stöðu halda? Eftir því sem fólkið varð niðurdregnara og vinnuafköstin lélegri átti hann verra með að halda sögunni leyndri fyrir yfirmönnum sínum. Þegar hann að lokum bar upp söguna sá hann greinilega vantrú þeirra. En þeir styrktu sjálfstraust hans með því að segja: ,,Við vitum að þú finnur leið til að takast á við þetta.” En hvað gat hann gert? Frændi hans í San Antonio sagði honum frá konu sem var miðill og andalæknir. Nick fannst konan sauðarleg þegar hann fór að finna hana. Hún setti hendurnar á höfuð hans og sagði: ,,Hvað sem þetta er hefur það verið þarna lengi.” Hún ráðlagði honum að setja krossmörk í skrifstofurnar. ,,Og segðu starfsfólkinu að biðjast fyrir,” sagði hún. Ný byrjun Nick var farinn að ryðga í trúnni en nú hafði hann yfir daglega, áður en hann fór til vinnu, 23. Davíðs- sálm: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta ...” Smám saman byggði hann upp innri styrk. Á ný vann hann seint á kvöldin. Þeg- ar hann heyrði fótatak leit hann í kringum sig en hann lét það ekki lengur hrekja sig á flótta. ,,Ég vissi að það gat ekki lengur hrætt mig,” sagði hann. Þess í stað virtist það snúa sér að hinum starfs- mönnunum sem voru enn skelfdir. Undarlegir hlutir skeðu nú venjulega þegar Nick var hvergi nærri. Kona sá skugga líða hjá sér, fara í gegnum vegg og út aftur. Orgelleikur heyrð- ist. Ein starfsstúlkan, hrelld og hrjáð, sagði frá kaldri hendi sem strauk ofan eftir bakinu á henni. Um vorið 1982 voru taugar fólksins afar óstyrkar. Vinir hreyttu fúkyrðum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.