Upp í vindinn - 01.05.1999, Side 20
... UPP I VINDINN
Grundvallarreglur í skipulagi
Dæmi: Höfuðborgarsvæbib - Flugvöllurinn
Trausti Valsson
skipulagsfræðingur
Lauk Dipl.lng
Architect prófi frá
University of
Technolgoy í V-Berlín
1972, og doktorsprófi
frá Berkeley 1987.
Hefur gegnt dósentstöðu í umhverfis- og
byggingarverkfræðiskor frá 1992.
Þegar stúdentar útskrifast úr háskóla
bíður þeirra að spreyta sig á að nota regl-
urnar, prinsípin, sem þeir lærðu í náminu
til að leita lausna á helstu vandamálum
þess skipulagssvæðis þar sem þeir koma
til með að starfa. í þessari grein mun und-
irritaður segja frá nokkrum aðferðum sem
hann tók að beita, - nýkominn úr námi
1972, - í kerfisbundinni leit að nýjum
hugmyndum um skipulag höfuðborgar-
svæðisins.
Fyrsta atriðið er varðar þessa leit tengist þó ekki fræðilegum
aðferðum, heldur þeirri afstöðu til viðfangsefna sem er flestu
ungu fólki sameiginleg þegar það kemur út úr skóla; að trúa á
mátt sinn og megin og að finnast flest það sem eldri kynslóðin
gerði úrelt og hallærislegt. Þannig þótti manni t.d. fáránlegt að
kljúfa ætti borgina þvers og kruss með hraðbrautum sem, -
vegna of konsentreraðar umferðar, - mundi kalla á tugmilljarða
fjárfestingar, t.d. með níu brúagatnamótum á Miklubraut svo eitt
dæmi sé tekið. (Ca. 1/2 milljarður stykkið, - á verðlagi 1999).
En nú kom að aðalvandanum, og hann var sá að ekki dugði að
tala bara af fordæmingu um skipulagsáætlanirnar, heldur varð
maður nú að gera svo vel og finna aðrar og betri lausnir, - og
ekki bara það, heldur líka að koma þeim á framfæri við almenn-
ing, - oft við lítinn fögnuð yfirboðaranna, sem báru ábyrgð á
„allri vitleysunni“.
Hóf nú undirritaður að fara yfir prinsípin úr náminu til að
reyna að finna lausnir á öllum þessum ógurlegu vandamálum.
Tók hann nú til við að undirbúa mikla grein í Lesbók Mbl., sem
skyldi leysa helst öll vandamál skipulags höfuðborgarsvæðisins.
(Lesb. Mbl. 12. ágúst 1973). í þessu ósmáa viðfangsefni studdist
þessi glaðbeitti maður t.d. við eftirfarandi grundvallarreglur úr
námi sínu:
Prinsíp 1: Stofnbrautir eiga ekki að liggja í gegnum byggðina,
heldur utan hennar! Út úr þessari reglu skaut hugmynd um Of-
anbyggðaveg, upp kollinum. Og svo einnig hugmyndinni um
Framanbyggðaveg (Sundabraut), sem undirritaður fékk reyndar
ekki fyrr en árið 1974.
Prinsíp 2: Tengja skal „skækla“ vegakerfis og byggðar saman
þannig að umferðin safnist síður á fáa punkta! - Hugmynd um
hvernig þetta mætti gera orðaði undirritaður svo í Lesbókar-
greininni: „Vil ég þar fyrst koma með tillögu að umferðarbraut á
brú og fyllingu frá Álftanesi yfir til vesturbæjarins í Reykjavík, en
með þessari leið komumst við aftur fyrir aðalumferðartappana á
Hafnarfjarðarveginum og í Reykjavík“. Petta var sem sagt ein af
ábendingum undirritaðs um hvernig hægt væri að forðast að fara
upp á hið feykidýra stig brúargatnamóta sem leiðir af of fáum og
því um leið of stórum stofnbrautum á innkomuleiðum til borg-
arinnar.
Prinsíp 3: Byggja minna af íbúðum í útjöðrum höfuðborgar-
svæðisins, heldur frekar á lítt nýttum svæðum nálægt helstu at-
vinnusvæðum byggðarinnar sem þá voru
mest vestan Kringlumýrarbrautar í
Reykjavík. - Fékk ég hér fljótt augastað á
flugvallarsvæðinu, sem er samkvæmt enn
einu prinsípinu, er ekki rétt tegund af
landnotkun á svæði sem með nokkrum
rétti má kalla miðbæjarsvæði.
Prinsíp 4: Hvarvetna er stefnt að því í
heiminum að koma mengandi og hættu-
legri starfsemi. út úr borgum, t.d. flugvöll-
um og olíuhöfnum (slík höfn er í útjaðri
miðbæjarins, þ.e. í Örfirisey, sem er ekki gott mál).
Hér er komið að því atriði að maður á að fylgja öllu því sem
vísar til framtíðar, sem þýðir að geysimikilvægt er að vera næm-
ur á tilhneigingar (trends) í þróun borga, - sem leiðir okkur að
næstu reglu:
Prinsíp 5: Skrá þarf niður allar tilhneigingar, - og extrapólera
síðan hvað þróun og útfærsla þessara tilhneiginga kann að þýða
Hugmynd TV a& skipulagi vegna þingsályktunartillögu 1975.
Nú stefnir í innanlandsflug lítilla flugvalla og því þarf helmingi
minni flugvöll.
20