Upp í vindinn - 01.05.1999, Qupperneq 50

Upp í vindinn - 01.05.1999, Qupperneq 50
... UPP I VINDINN Mynd 3. Slaufugatnamót. Mynd 4. Tveggja slaufu gatnamót. Mynd 5. Gatnamót me& flugrampa. vagnarnir gætu þverað Réttarholtsveg og Skeiðarvog, sem minnkar umferðarör- yggi gatnamótanna. Eftir yfirferð á þessum lausnum þóttu þær allar hafa verulega ágalla og var því ákveðið að reyna að finna lausn sem tæki á þessum göllum og þá helst að fækka þverunum gangandi umferðar og um- ferðarstrauma og gera strætisvögnum kleift að aka eftir Miklubraut. í framhaldi af þessu lögðu hönnuðir frarn tillögu að svonefndum tveggja slaufu gatnamótum sem sýnd eru á mynd 4. Pessi tillaga er með römpum og slaufum í tveimur horn- um og leysir flest þau vandamál sem tal- in voru erfiðust í fyrri tillögum. Hér eru ljósagatnamót beggja vegna Miklubrautar og þar er öll umferð sem fer inn á Miklu- braut leidd í slaufum í NA- og SV-horn- um gatnamótanna, þannig að SA- og NV- römpum er nú sleppt. Stærsti beygju- straumurinn er nú í fríu flæði á einni akrein í stað tveggja en umferð frá Réttar- holtsvegi austur Miklubraut þarf nú að flétta sig við strauminn í slaufunni. Allir straumar fara yfir Miklubraut á einni brú í stað tveggja í slaufulausninni. Stóri beygjustraumurinn fylgir nú hæðarlegu Réttarholtsvegar lengra til suðurs svo SV- slaufa stækkar vegna aukins hæðarmunar við Miklubraut. Afköst gatnamótanna eru nrikil, allir straumar í römpum og slauf- um eru á einni akrein, strætisvagnar geta áfram ekið á Miklubraut, öryggi gangandi vegfarenda er mikið þar sem ekki þarf að fara yfir neina akbraut á gatnamótunum og minni hávaðamengun er við Rauða- gerði miðað við fyrri tillögur. Helstu ókostir lausnarinnar eru að ökuleiðir í gatnamótunum lengjast, fléttun á sér stað í SV-slaufu, vegalengd frá nyrðri gatna- mótunum að tengingum við Mörkina og Fákafen er stutt, þeir sem ætla að taka hægri beygju inn á Miklubraut beygja fyrst til vinstri og lóð við Mörkina 2 fer að mestu undir gatnamótin. Miðað við fyrri lausnir er þessi samt talin óumdeil- anlega best með tilliti til umferðarörygg- is. Einnig var skoðað hvort hægt væri að leysa vandamál gatnamótanna á ódýrari hátt, þ.e. með flugrampa. Þá er átt við sérstakan rampa og brú fyrir stóra beygjustrauminn af Skeiðarvogi og aust- ur Miklubraut, að öðru leyti yrðu gatna- rnótin í plani eins og áður. Mynd 5 sýnir þennan rampa. Þessi lausn þótti ekki fýsi- leg þar sem vandamálin eru ekki ein- skorðuð við þennan umferðarstraum og má þar nefna öryggi gangandi vegfarenda 50

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.